Bretar og Bandaríkjamenn deildu hart í Írak Óli Tynes skrifar 23. nóvember 2009 16:01 Hernámsliðinu hefur ekki tekist að koma í veg fyrir mannskæðar hryðjuverkaárásir. Þótt það hafi farið leynt á sínum tíma virðist sem samskipti Bandaríkjamanna og Breta hafi ekki verið árekstralaus eftir innrásina í Írak. Opinber rannsókn er að hefjast á aðdraganda stríðsins í Bretlandi og hvað varð til þess að Bretar tóku þátt í innrásinni. Býsnin öll af skjölum hafa verið dregin fram vegna þessa og breska blaðið Daily Telegraph hefur komist yfir einhver þeirra. Á öndverðum meiði Þar kemur meðal annars fram að Bretar og Bandaríkjamenn voru gersamlega á öndverðum meiði í mörgum atriðum, sérstaklega um hvernig skyldi staðið að málum eftir að stríðið var unnið og hersetan hófst. Venjulega voru það Bandaríkjamenn sem höfðu sitt fram, enda voru þeir með yfirstjórn yfir öllu batterínu. Og fannst ekki að þeir þyrftu að ráðgast við neinn ef marka má orð J.K Tanners ofursta sem sagði að það væri ekki í eðli bandarískra embættismanna að ræða málin. Neitaði að hlýða skipunum Yfirmaður bresku hersveitanna Andrew Stewart hershöfðingi sagði að hann hefði eytt talsvert miklu af tíma sínum í að víkja sér undan eða neita að hlýða skipunum sem hann fékk frá sínum bandarísku yfirboðurum. Eitt af því sem Bretar börðust gegn af öllu afli var sú ákvörðun Bandaríkjamanna að leysa upp íraska herinn og reka nær alla opinbera starfsmenn vegna tengsla við Saddam Hussein. Bretar bentu meðal annars á að hernámsliðið væri alltof fámennt til þess að bæði gæta öryggis í Írak og byggja aftur upp innviði sem höfðu verið rústaðir í stríðinu. Verkfræðisveit íraska hersins gæti til dæmis séð um að endurbyggja brýr og önnur mannvirki og koma á vatni og rafmagni. Bentu á söguleg dæmi Bretar sögðu að það væri í eðli herja sem hefðu beðið ósigur að endurskapa sig. Þeir bendu á heri Þýskalands og Japans máli sínu til stuðnings. Eftir að þeir voru sigraðir hjálpuðu bandamenn við endurreisn þeirra og tókst við þá gott samstarf og samvinna. Upphafið á óöldinni Bretum var svo mikið í mun að koma í veg fyrir þetta að Jack Straw sem þá var utanríkisráðherra var sendur með hraði til Washington. En allt kom fyrir ekki. Margir fréttaskýrendur segja að þessi gjörningur Bandaríkjamanna hafi verið kveikjan að óöldinni sem þá hófst. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Þótt það hafi farið leynt á sínum tíma virðist sem samskipti Bandaríkjamanna og Breta hafi ekki verið árekstralaus eftir innrásina í Írak. Opinber rannsókn er að hefjast á aðdraganda stríðsins í Bretlandi og hvað varð til þess að Bretar tóku þátt í innrásinni. Býsnin öll af skjölum hafa verið dregin fram vegna þessa og breska blaðið Daily Telegraph hefur komist yfir einhver þeirra. Á öndverðum meiði Þar kemur meðal annars fram að Bretar og Bandaríkjamenn voru gersamlega á öndverðum meiði í mörgum atriðum, sérstaklega um hvernig skyldi staðið að málum eftir að stríðið var unnið og hersetan hófst. Venjulega voru það Bandaríkjamenn sem höfðu sitt fram, enda voru þeir með yfirstjórn yfir öllu batterínu. Og fannst ekki að þeir þyrftu að ráðgast við neinn ef marka má orð J.K Tanners ofursta sem sagði að það væri ekki í eðli bandarískra embættismanna að ræða málin. Neitaði að hlýða skipunum Yfirmaður bresku hersveitanna Andrew Stewart hershöfðingi sagði að hann hefði eytt talsvert miklu af tíma sínum í að víkja sér undan eða neita að hlýða skipunum sem hann fékk frá sínum bandarísku yfirboðurum. Eitt af því sem Bretar börðust gegn af öllu afli var sú ákvörðun Bandaríkjamanna að leysa upp íraska herinn og reka nær alla opinbera starfsmenn vegna tengsla við Saddam Hussein. Bretar bentu meðal annars á að hernámsliðið væri alltof fámennt til þess að bæði gæta öryggis í Írak og byggja aftur upp innviði sem höfðu verið rústaðir í stríðinu. Verkfræðisveit íraska hersins gæti til dæmis séð um að endurbyggja brýr og önnur mannvirki og koma á vatni og rafmagni. Bentu á söguleg dæmi Bretar sögðu að það væri í eðli herja sem hefðu beðið ósigur að endurskapa sig. Þeir bendu á heri Þýskalands og Japans máli sínu til stuðnings. Eftir að þeir voru sigraðir hjálpuðu bandamenn við endurreisn þeirra og tókst við þá gott samstarf og samvinna. Upphafið á óöldinni Bretum var svo mikið í mun að koma í veg fyrir þetta að Jack Straw sem þá var utanríkisráðherra var sendur með hraði til Washington. En allt kom fyrir ekki. Margir fréttaskýrendur segja að þessi gjörningur Bandaríkjamanna hafi verið kveikjan að óöldinni sem þá hófst.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira