Fleiri fréttir Jóhanna bað Breiðavíkurdrengi afsökunar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, bað Breiðavíkurdrengi og aðra sem sætt hafa illri meðferð á heimilum ríkisins, afsökunar, fyrir hönd ríkisins, á Alþingi nú fyrir stundu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, spurði hana hvort þetta stæði til af hálfu ríkisins, og sagði Jóhanna sjálfsagt að verða við því. Þó væri ekki sjálfgefið að þeir sem bjuggu við vondar aðstæður á þessum meðferðarheimilum veittu fyrirgefninguna. 12.3.2009 10:56 Olíufélögin lækkuðu öll verð á eldsneyti í morgun Olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Bensínorkan lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og dísel um 2,6 krónur. Almennt verð á bensíni hjá Orkunni verður þá 139,70 og almennt verð á díeselolíu 149,90. 12.3.2009 10:35 Rýmingu aflétt í Bolungarvík Þeir Bolvíkingar sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu geta nú snúið heim á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður ástandið kannað í dag og metið í framhaldinu þar sem veðurspáin fyrir helgina er nokkuð óviss. 12.3.2009 10:07 Tilkynnir mögulega um þingrof Forsætisráðherra tilkynnir mögulega um þingrof í dag eða á morgun. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu klukkan átta í morgun, til að afgreiða frá sér síðustu málin sem hún ætlar að leggja fyrir Alþingi. 12.3.2009 09:49 Fíkniefnaaðgerð í Skipasundi í gærkvöld Tvennt var handtekið í fíkniefnaaðgerð lögreglunnar í Skipasundi í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var gífurlegt magn af kannabisplöntum í rætkun þar. Fólkið sem var handtekið er enn í haldi lögreglunnar. Sjónvarvottur sem fréttastofa talaði við sagðist hafa séð lögreglumenn fylla sendiferðabíl af plöntum í gær. 12.3.2009 09:25 Rösklega helmingur vill Jóhönnu Rúm 55 prósent þeirra, sem spurðir voru í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segjast vilja að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar. 12.3.2009 09:06 „Gervi“-tungl Norður-Kóreumanna senn í loftið Opinber fréttastofa Norður-Kóreu segir ríkið nú hafa greint Alþjóðasiglingamálastofnuninni frá þeirri áætlun sinni að skjóta upp gervitungli og koma því á sporbaug. 12.3.2009 08:09 Pennafærir flugmenn óskast Flugfélagið Air-Asia leitar nú að flugmönnum, sem ekki er í frásögur færandi nema hvað þeir þurfa ekki að kunna að fljúga. 12.3.2009 07:39 Bill Gates nær toppsæti Forbes á ný Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur endurheimt toppsætið á listanum yfir auðugustu menn heimsins samkvæmt Forbes Magazine. Hann velti þar með fjárfestinum Warren Buffett úr sessi en margt hefur breyst á lista Forbes eftir að efnahagshrun heimsins þurrkaði út tvö þúsund milljarða dollara af bankareikningum auðmanna heimsins. 12.3.2009 07:36 Orrustuþota nánast straukst við fis Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð. 12.3.2009 07:32 Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent í viðbót við það sem þegar hefur gerst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjárfestingarbanka þar í landi. 12.3.2009 07:25 Kretschmer myrti einkum kvenmenn Kvenkyns nemendur og kennarar skólans í Winnenden í Þýskaland virðast einkum hafa verið skotmörk hins 17 ára gamla Tim Kretschmer sem gekk berserksgang í gær og myrti 15 manns. 12.3.2009 07:21 Iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um Helguvík Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mælti í gærkvöldi fyrir frumvarpi um samning um álver í Helguvík. Ungliðar í Vinstri grænum, samstarfsflokki Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, skora hins vegar á þingmenn sína að greiða atkvæði gegn samningnum. 12.3.2009 07:16 Þyrlan sótti mann um borð í Árna Friðriksson Maður veiktist um borð í hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, þegar það var statt norðaustur af Langanesi í gær. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hann og kom hún að skipinu eftir millilendingu á Egilsstöðum, þar sem tekið var eldsneyti. 12.3.2009 07:13 Fíkniefnalögregla á ferð í Sundahverfi Fíkniefnalögreglan var með aðgerðir í húsi í Sundahverfi í Reykjavík í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir í hverju þær fólust eða hver árangurinn varð. Hins vegar liggur fyrir að hún handtók karlmann um þrítugt í Garðabæ í fyrradag. Í bíl hans fundust tugir gramma af hassi og marijuana. Efnin voru ætluð til sölu, en maðurinn hefur áður verið uppvís að slíku. 12.3.2009 07:11 Tók óvart krók til Keflavíkur „Kassarnir með blöðunum fundust svo eftir allt saman í einhverju skúmaskoti hjá póstinum í Reykjavík," segir alþingismaðurinn Árni Johnsen sem varð fyrir því að 1.700 eintök af prófkjörsblaði hans virtust hafa gufað upp í meðförum Íslandspósts. Umrædd sending var ætluð til Vestmannaeyja. 12.3.2009 06:15 Sagan endurtekur sig frá því síðast Nýir formenn munu leiða Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í apríl. Sama var upp á teningnum í kosningunum vorið 2007. 12.3.2009 06:00 Glötuðu sjúkraskrám heilsugæslu á Dalvík Allar sjúkraskrár á Heilsugæslustöðinni á Dalvík á tíu mánaða tímabili glötuðust í tölvukerfi. Engan árangur bar að senda búnaðinn til tölvusérfræðinga í tveimur löndum. Öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gríðarlegt fjárhagslegt tap. 12.3.2009 06:00 Endurskoðendaskýrslur verða sendar sérstökum saksóknara Skýrslur endurskoðenda um aðdraganda bankahrunsins, sem nú eru í vörslu Fjármálaeftirlitsins, verða sendar í heild sinni sérstökum saksóknara, Ólafi Þ. Haukssyni. Þetta segir Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. 12.3.2009 06:00 Mótmæla ofbeldi öfgahópa Nokkur þúsund manns, jafnt kaþólskir sem mótmælendur, komu saman í Belfast á Norður-Írlandi í gær til að mótmæla ofbeldi öfgahópa, sem vilja kveikja á ný í glæðum átaka um aðskilnað frá Bretlandi. 12.3.2009 06:00 OR mæli ekki eigin mengun „Bæjarráð hlýtur að undrast það viðhorf sem fram kemur í bréfi Umhverfisstofnunar að sá sem mengar eigi að hafa umsjón með mælingum á áhrifum mengunarinnar,“ segir bæjarráð Hveragerðis sem er ósátt við þá skoðun Umhverfisstofnunar að Orkuveita Reykjavíkur annist vöktun á áhrifum af brennisteinsvetni frá eigin jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði. 12.3.2009 05:30 Maður ærðist á Eyrarbakka Maður fékk æðiskast við veitingastaðinn Rauða húsið á Eyrarbakka aðfaranótt sunnudagsins. Hann skemmdi lampa inni á veitingahúsinu og að því búnu æddi hann út og réðist að næsta bíl og sparkaði í hann. Lögregla hafði afskipti af manninum, sem virtist lítið róast við það. Eftir handtöku reyndi hann ítrekað að skalla lögreglumenn. Maðurinn var ölvaður og því vistaður í fangageymslu. 12.3.2009 05:15 Biden segir ástandið versna Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir ástandið í Afganistan fara versnandi. Sama gildi um nágrannaríkið Pakistan. Hann hvetur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að taka höndum saman gegn Al Kaída og öðrum öfgahópum í þessum heimshluta. 12.3.2009 05:00 Formannsefni sagt stefnulaust Þingmenn Framsóknarflokks og Samfylkingar sökuðu Sjálfstæðisflokkinn og formannsefni hans, Bjarna Benediktsson, um stefnuleysi í Evrópumálum á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn þvertóku fyrir það og sökuðu Samfylkinguna á móti um að hafa skipt um skoðun. Afstaða til ESB skipti engu þegar kæmi að stjórnarsamstarfi við Vinstri græna. 12.3.2009 05:00 Heimili rýmd í gær og varðskip til taks „Menn hafa verið að kanna snjóalög undanfarna daga og meta að það sé veikt millilag í Traðargili,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, þar sem fimm íbúðarhús voru rýmd fyrir kvöldmat í gær. 12.3.2009 04:45 Kostnaðurinn við þingið óviss Ekki fást svör um áætlaðan kostnað við stjórnlagaþing, hvorki úr forsætis- né fjármálaráðuneyti. Í því síðarnefnda er unnið að kostnaðaráætlun vegna þessa en Lúðvík Guðjónsson, starfsmaður þar, vill ekki segja hvort kostnaður sem Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, hefur áætlað, upp á 1,5 milljarða, sé í hærra lagi eða ekki. 12.3.2009 04:45 Kosningaplagg eða krafa þjóðfélagsins Þingmenn nefndu frumvarp um stjórnskipunarlög ýmist kosningaplagg eða svar við lýðræðiskröfu þjóðfélagsins. Ásakanir gengu á víxl um annarlegar hvatir á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn eru einangraðir í afstöðu sinni á þingi. 12.3.2009 04:45 Fimmtungur heimila skuldar umfram eign Áttatíu prósent heimila landsins eru með jákvæða eiginfjárstöðu en tuttugu prósent með neikvæða stöðu. Ástandið er viðkvæmt og þarf lítið til að fjölga í hópnum, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum. 12.3.2009 04:30 Baugur Group tekið til gjaldþrotaskipta Héraðsdómur hafnaði í gær beiðni Baugs Group um áframhaldandi greiðslustöðvun. Dómari taldi áform um endurskipulagningu félagsins óraunhæf. 12.3.2009 04:30 Vélmenni komi í stað kennara í barnaskólum Japanskir vísindamenn hafa búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Vélmennið Saya getur sýnt undrun, hræðslu, fyrirlitningu, reiði, gleði og sorg. Enn sem komið er getur hún þó einungis sagt nöfn nemenda og gefið einföld fyrirmæli. 12.3.2009 04:30 Bæklingur um lítinn rétt karla Félag um foreldrajafnrétti hefur gefið út bækling sem meðal annars er ætlað að varpa ljósi á það að réttarstaða íslenskra karla hvað varðar jafnrétti foreldra sé líklega sú lakasta í vestrænum ríkjum. 12.3.2009 04:30 Segja fíkniefnabaráttu vonlitla Fíkniefna- og glæpavarnaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að baráttan gegn fíkniefnum á heimsvísu sé að tapast. Í nýrri skýrslu frá skrifstofunni segir að allt sé vaðandi í fíkniefnum, allt of margir séu háðir þeim og of mikið af glæpum og ofbeldi tengist fíkniefnaviðskiptum. 12.3.2009 04:30 Fresturinn rann út á miðnætti Frestur til að sækja um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins rann út á miðnætti. Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar eftirlitsins, vildi í gærkvöldi ekkert segja um hversu margar umsóknir hefðu borist. Hann ítrekar hins vegar að ráðningarferlið sé opið og gegnsætt og að ráðið verði í gegnum ráðningarskrifstofu. „Við erum ekki að pikka út neitt fólk fyrirfram,“ segir hann. 12.3.2009 04:30 L-listi náði kjöri í trúnaðarráð Kristinn Örn Jóhannesson var í gær kjörinn nýr formaður VR. Kristinn Örn hlaut tæp 42 prósent greiddra atkvæða og var því nokkuð öruggur. Lúðvík Lúðvíksson fékk 30 prósent atkvæða Gunnar Páll Pálsson, fráfarandi formaður, hlaut fæst atkvæði, eða 28 prósent. 12.3.2009 04:15 Síbrotamaður áfram inni Síbrotamaður sætir áfram gæsluvarðhaldi, eða þar til dómur gengur í máli hans, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir héraðsdómi. Í ákæruskjali eru honum gefin að sök fjölmörg afbrot, einkum auðgunarbrot og önnur fjármunabrot. Má þar nefna fjölda nytjastulda á bifreiðum og þjófnaðarbrot, sem varða mikla fjármuni. Maðurinn á að baki töluverðan sakarferil. Þar á meðal dóma vegna auðgunarbrota.- jss 12.3.2009 04:15 Mugabe óskar Tsvangirai góðs Þúsundir manna tóku þátt í minningarathöfn á þriðjudag um Susan Tsvangirai, eiginkonu Morgans Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, í gær. Hún lést í bílslysi á föstudaginn og var jarðsungin í gær. 12.3.2009 04:15 Þrykkti sambýliskonu í gólfið Nær þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu. Hann var dæmdur til að greiða henni 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá missti hann ökuleyfið í eitt ár. 12.3.2009 04:15 Bifreiðar og hús þakin sandi Gulur sandur hreinlega flæddi yfir Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær þegar sandstormur reið yfir. Enginn hægðarleikur var að þrífa gult sandrykið af bílum, götum og húsum eftir að ósköpin gengu yfir. 12.3.2009 04:00 Baugur fékk ótrúlega fyrirgreiðslu Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flest bendi til þess að Baugur og skyld félög hafi á undanförnum árum fengið ótrúlega bankafyrirgreiðslu. Hann segist ekki hafa heyrt sennilega skýringu hjá þeim sem stýrðu viðskiptaveldi Baugs á réttmæti þeirra risalána sem fyrirtæki þeirra fengu. 11.3.2009 22:47 Morðingjanum í Þýskalandi lýst sem venjulegum unglingi Hinn sautján ára gamli Tim Kretschmer sem vopnaður byssu myrti fimmtán manns í og nærri gagnfræðiskóla í suðvesturhluta Þýskalands er lýst sem venjulegum unglingi 11.3.2009 21:29 Mætti einn í blysför til að þrýsta á Jóhönnu Fyrir utan skipuleggjanda mætti enginn í blysför sem fara átti í kvöld til að þrýsta á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Aftur á móti mættu þrír myndatökumenn og ljósmyndarar frá tveimur dagblöðum. 11.3.2009 20:09 Illugi með töluvert forskot á Guðlaug Illugi Gunnarsson alþingismaður nýtur töluvert meiri stuðnings en Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í 11.3.2009 00:01 Alþingi láti af ál-draumórum Ung vinstri græn skora á þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að greiða atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heimild til samninga við Century Norðurál vegna álversuppbyggingar í Helguvík. 11.3.2009 22:38 Sigurjón sigraði í baráttunni um 2. sætið Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, bar sigurorð á Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, í póstkosningu um annað sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Rúmlega 300 manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu. 11.3.2009 21:57 Varðskip í viðbragðsstöðu vegna snjóflóðahættu Vegna snjóflóðahættu hafa varðskip Landhelgisgæslunnar verið sett í viðbragðsstöðu. Fyrr í kvöld ákvað Kristín Völundardóttir, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samráði við Veðurstofu Íslands að lýsa yfir hættustigi í Bolungarvík og stóð til að rýma nokkur hús í bæjarfélaginu fyrir klukkan 20. 11.3.2009 19:42 Sjá næstu 50 fréttir
Jóhanna bað Breiðavíkurdrengi afsökunar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, bað Breiðavíkurdrengi og aðra sem sætt hafa illri meðferð á heimilum ríkisins, afsökunar, fyrir hönd ríkisins, á Alþingi nú fyrir stundu. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, spurði hana hvort þetta stæði til af hálfu ríkisins, og sagði Jóhanna sjálfsagt að verða við því. Þó væri ekki sjálfgefið að þeir sem bjuggu við vondar aðstæður á þessum meðferðarheimilum veittu fyrirgefninguna. 12.3.2009 10:56
Olíufélögin lækkuðu öll verð á eldsneyti í morgun Olíufélögin hafa lækkað verð á bensíni í dag. Bensínorkan lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og dísel um 2,6 krónur. Almennt verð á bensíni hjá Orkunni verður þá 139,70 og almennt verð á díeselolíu 149,90. 12.3.2009 10:35
Rýmingu aflétt í Bolungarvík Þeir Bolvíkingar sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu geta nú snúið heim á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður ástandið kannað í dag og metið í framhaldinu þar sem veðurspáin fyrir helgina er nokkuð óviss. 12.3.2009 10:07
Tilkynnir mögulega um þingrof Forsætisráðherra tilkynnir mögulega um þingrof í dag eða á morgun. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu klukkan átta í morgun, til að afgreiða frá sér síðustu málin sem hún ætlar að leggja fyrir Alþingi. 12.3.2009 09:49
Fíkniefnaaðgerð í Skipasundi í gærkvöld Tvennt var handtekið í fíkniefnaaðgerð lögreglunnar í Skipasundi í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var gífurlegt magn af kannabisplöntum í rætkun þar. Fólkið sem var handtekið er enn í haldi lögreglunnar. Sjónvarvottur sem fréttastofa talaði við sagðist hafa séð lögreglumenn fylla sendiferðabíl af plöntum í gær. 12.3.2009 09:25
Rösklega helmingur vill Jóhönnu Rúm 55 prósent þeirra, sem spurðir voru í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segjast vilja að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar. 12.3.2009 09:06
„Gervi“-tungl Norður-Kóreumanna senn í loftið Opinber fréttastofa Norður-Kóreu segir ríkið nú hafa greint Alþjóðasiglingamálastofnuninni frá þeirri áætlun sinni að skjóta upp gervitungli og koma því á sporbaug. 12.3.2009 08:09
Pennafærir flugmenn óskast Flugfélagið Air-Asia leitar nú að flugmönnum, sem ekki er í frásögur færandi nema hvað þeir þurfa ekki að kunna að fljúga. 12.3.2009 07:39
Bill Gates nær toppsæti Forbes á ný Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur endurheimt toppsætið á listanum yfir auðugustu menn heimsins samkvæmt Forbes Magazine. Hann velti þar með fjárfestinum Warren Buffett úr sessi en margt hefur breyst á lista Forbes eftir að efnahagshrun heimsins þurrkaði út tvö þúsund milljarða dollara af bankareikningum auðmanna heimsins. 12.3.2009 07:36
Orrustuþota nánast straukst við fis Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð. 12.3.2009 07:32
Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent í viðbót við það sem þegar hefur gerst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjárfestingarbanka þar í landi. 12.3.2009 07:25
Kretschmer myrti einkum kvenmenn Kvenkyns nemendur og kennarar skólans í Winnenden í Þýskaland virðast einkum hafa verið skotmörk hins 17 ára gamla Tim Kretschmer sem gekk berserksgang í gær og myrti 15 manns. 12.3.2009 07:21
Iðnaðarráðherra mælti fyrir frumvarpi um Helguvík Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra mælti í gærkvöldi fyrir frumvarpi um samning um álver í Helguvík. Ungliðar í Vinstri grænum, samstarfsflokki Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, skora hins vegar á þingmenn sína að greiða atkvæði gegn samningnum. 12.3.2009 07:16
Þyrlan sótti mann um borð í Árna Friðriksson Maður veiktist um borð í hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, þegar það var statt norðaustur af Langanesi í gær. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja hann og kom hún að skipinu eftir millilendingu á Egilsstöðum, þar sem tekið var eldsneyti. 12.3.2009 07:13
Fíkniefnalögregla á ferð í Sundahverfi Fíkniefnalögreglan var með aðgerðir í húsi í Sundahverfi í Reykjavík í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir í hverju þær fólust eða hver árangurinn varð. Hins vegar liggur fyrir að hún handtók karlmann um þrítugt í Garðabæ í fyrradag. Í bíl hans fundust tugir gramma af hassi og marijuana. Efnin voru ætluð til sölu, en maðurinn hefur áður verið uppvís að slíku. 12.3.2009 07:11
Tók óvart krók til Keflavíkur „Kassarnir með blöðunum fundust svo eftir allt saman í einhverju skúmaskoti hjá póstinum í Reykjavík," segir alþingismaðurinn Árni Johnsen sem varð fyrir því að 1.700 eintök af prófkjörsblaði hans virtust hafa gufað upp í meðförum Íslandspósts. Umrædd sending var ætluð til Vestmannaeyja. 12.3.2009 06:15
Sagan endurtekur sig frá því síðast Nýir formenn munu leiða Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum í apríl. Sama var upp á teningnum í kosningunum vorið 2007. 12.3.2009 06:00
Glötuðu sjúkraskrám heilsugæslu á Dalvík Allar sjúkraskrár á Heilsugæslustöðinni á Dalvík á tíu mánaða tímabili glötuðust í tölvukerfi. Engan árangur bar að senda búnaðinn til tölvusérfræðinga í tveimur löndum. Öryggi sjúklinga stefnt í hættu og gríðarlegt fjárhagslegt tap. 12.3.2009 06:00
Endurskoðendaskýrslur verða sendar sérstökum saksóknara Skýrslur endurskoðenda um aðdraganda bankahrunsins, sem nú eru í vörslu Fjármálaeftirlitsins, verða sendar í heild sinni sérstökum saksóknara, Ólafi Þ. Haukssyni. Þetta segir Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins. 12.3.2009 06:00
Mótmæla ofbeldi öfgahópa Nokkur þúsund manns, jafnt kaþólskir sem mótmælendur, komu saman í Belfast á Norður-Írlandi í gær til að mótmæla ofbeldi öfgahópa, sem vilja kveikja á ný í glæðum átaka um aðskilnað frá Bretlandi. 12.3.2009 06:00
OR mæli ekki eigin mengun „Bæjarráð hlýtur að undrast það viðhorf sem fram kemur í bréfi Umhverfisstofnunar að sá sem mengar eigi að hafa umsjón með mælingum á áhrifum mengunarinnar,“ segir bæjarráð Hveragerðis sem er ósátt við þá skoðun Umhverfisstofnunar að Orkuveita Reykjavíkur annist vöktun á áhrifum af brennisteinsvetni frá eigin jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði. 12.3.2009 05:30
Maður ærðist á Eyrarbakka Maður fékk æðiskast við veitingastaðinn Rauða húsið á Eyrarbakka aðfaranótt sunnudagsins. Hann skemmdi lampa inni á veitingahúsinu og að því búnu æddi hann út og réðist að næsta bíl og sparkaði í hann. Lögregla hafði afskipti af manninum, sem virtist lítið róast við það. Eftir handtöku reyndi hann ítrekað að skalla lögreglumenn. Maðurinn var ölvaður og því vistaður í fangageymslu. 12.3.2009 05:15
Biden segir ástandið versna Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir ástandið í Afganistan fara versnandi. Sama gildi um nágrannaríkið Pakistan. Hann hvetur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að taka höndum saman gegn Al Kaída og öðrum öfgahópum í þessum heimshluta. 12.3.2009 05:00
Formannsefni sagt stefnulaust Þingmenn Framsóknarflokks og Samfylkingar sökuðu Sjálfstæðisflokkinn og formannsefni hans, Bjarna Benediktsson, um stefnuleysi í Evrópumálum á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn þvertóku fyrir það og sökuðu Samfylkinguna á móti um að hafa skipt um skoðun. Afstaða til ESB skipti engu þegar kæmi að stjórnarsamstarfi við Vinstri græna. 12.3.2009 05:00
Heimili rýmd í gær og varðskip til taks „Menn hafa verið að kanna snjóalög undanfarna daga og meta að það sé veikt millilag í Traðargili,“ segir Elías Jónatansson, bæjarstjóri í Bolungarvík, þar sem fimm íbúðarhús voru rýmd fyrir kvöldmat í gær. 12.3.2009 04:45
Kostnaðurinn við þingið óviss Ekki fást svör um áætlaðan kostnað við stjórnlagaþing, hvorki úr forsætis- né fjármálaráðuneyti. Í því síðarnefnda er unnið að kostnaðaráætlun vegna þessa en Lúðvík Guðjónsson, starfsmaður þar, vill ekki segja hvort kostnaður sem Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, hefur áætlað, upp á 1,5 milljarða, sé í hærra lagi eða ekki. 12.3.2009 04:45
Kosningaplagg eða krafa þjóðfélagsins Þingmenn nefndu frumvarp um stjórnskipunarlög ýmist kosningaplagg eða svar við lýðræðiskröfu þjóðfélagsins. Ásakanir gengu á víxl um annarlegar hvatir á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn eru einangraðir í afstöðu sinni á þingi. 12.3.2009 04:45
Fimmtungur heimila skuldar umfram eign Áttatíu prósent heimila landsins eru með jákvæða eiginfjárstöðu en tuttugu prósent með neikvæða stöðu. Ástandið er viðkvæmt og þarf lítið til að fjölga í hópnum, segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum. 12.3.2009 04:30
Baugur Group tekið til gjaldþrotaskipta Héraðsdómur hafnaði í gær beiðni Baugs Group um áframhaldandi greiðslustöðvun. Dómari taldi áform um endurskipulagningu félagsins óraunhæf. 12.3.2009 04:30
Vélmenni komi í stað kennara í barnaskólum Japanskir vísindamenn hafa búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Vélmennið Saya getur sýnt undrun, hræðslu, fyrirlitningu, reiði, gleði og sorg. Enn sem komið er getur hún þó einungis sagt nöfn nemenda og gefið einföld fyrirmæli. 12.3.2009 04:30
Bæklingur um lítinn rétt karla Félag um foreldrajafnrétti hefur gefið út bækling sem meðal annars er ætlað að varpa ljósi á það að réttarstaða íslenskra karla hvað varðar jafnrétti foreldra sé líklega sú lakasta í vestrænum ríkjum. 12.3.2009 04:30
Segja fíkniefnabaráttu vonlitla Fíkniefna- og glæpavarnaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að baráttan gegn fíkniefnum á heimsvísu sé að tapast. Í nýrri skýrslu frá skrifstofunni segir að allt sé vaðandi í fíkniefnum, allt of margir séu háðir þeim og of mikið af glæpum og ofbeldi tengist fíkniefnaviðskiptum. 12.3.2009 04:30
Fresturinn rann út á miðnætti Frestur til að sækja um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins rann út á miðnætti. Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar eftirlitsins, vildi í gærkvöldi ekkert segja um hversu margar umsóknir hefðu borist. Hann ítrekar hins vegar að ráðningarferlið sé opið og gegnsætt og að ráðið verði í gegnum ráðningarskrifstofu. „Við erum ekki að pikka út neitt fólk fyrirfram,“ segir hann. 12.3.2009 04:30
L-listi náði kjöri í trúnaðarráð Kristinn Örn Jóhannesson var í gær kjörinn nýr formaður VR. Kristinn Örn hlaut tæp 42 prósent greiddra atkvæða og var því nokkuð öruggur. Lúðvík Lúðvíksson fékk 30 prósent atkvæða Gunnar Páll Pálsson, fráfarandi formaður, hlaut fæst atkvæði, eða 28 prósent. 12.3.2009 04:15
Síbrotamaður áfram inni Síbrotamaður sætir áfram gæsluvarðhaldi, eða þar til dómur gengur í máli hans, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir héraðsdómi. Í ákæruskjali eru honum gefin að sök fjölmörg afbrot, einkum auðgunarbrot og önnur fjármunabrot. Má þar nefna fjölda nytjastulda á bifreiðum og þjófnaðarbrot, sem varða mikla fjármuni. Maðurinn á að baki töluverðan sakarferil. Þar á meðal dóma vegna auðgunarbrota.- jss 12.3.2009 04:15
Mugabe óskar Tsvangirai góðs Þúsundir manna tóku þátt í minningarathöfn á þriðjudag um Susan Tsvangirai, eiginkonu Morgans Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, í gær. Hún lést í bílslysi á föstudaginn og var jarðsungin í gær. 12.3.2009 04:15
Þrykkti sambýliskonu í gólfið Nær þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu. Hann var dæmdur til að greiða henni 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá missti hann ökuleyfið í eitt ár. 12.3.2009 04:15
Bifreiðar og hús þakin sandi Gulur sandur hreinlega flæddi yfir Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær þegar sandstormur reið yfir. Enginn hægðarleikur var að þrífa gult sandrykið af bílum, götum og húsum eftir að ósköpin gengu yfir. 12.3.2009 04:00
Baugur fékk ótrúlega fyrirgreiðslu Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flest bendi til þess að Baugur og skyld félög hafi á undanförnum árum fengið ótrúlega bankafyrirgreiðslu. Hann segist ekki hafa heyrt sennilega skýringu hjá þeim sem stýrðu viðskiptaveldi Baugs á réttmæti þeirra risalána sem fyrirtæki þeirra fengu. 11.3.2009 22:47
Morðingjanum í Þýskalandi lýst sem venjulegum unglingi Hinn sautján ára gamli Tim Kretschmer sem vopnaður byssu myrti fimmtán manns í og nærri gagnfræðiskóla í suðvesturhluta Þýskalands er lýst sem venjulegum unglingi 11.3.2009 21:29
Mætti einn í blysför til að þrýsta á Jóhönnu Fyrir utan skipuleggjanda mætti enginn í blysför sem fara átti í kvöld til að þrýsta á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Aftur á móti mættu þrír myndatökumenn og ljósmyndarar frá tveimur dagblöðum. 11.3.2009 20:09
Illugi með töluvert forskot á Guðlaug Illugi Gunnarsson alþingismaður nýtur töluvert meiri stuðnings en Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í 11.3.2009 00:01
Alþingi láti af ál-draumórum Ung vinstri græn skora á þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að greiða atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heimild til samninga við Century Norðurál vegna álversuppbyggingar í Helguvík. 11.3.2009 22:38
Sigurjón sigraði í baráttunni um 2. sætið Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, bar sigurorð á Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, í póstkosningu um annað sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Rúmlega 300 manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu. 11.3.2009 21:57
Varðskip í viðbragðsstöðu vegna snjóflóðahættu Vegna snjóflóðahættu hafa varðskip Landhelgisgæslunnar verið sett í viðbragðsstöðu. Fyrr í kvöld ákvað Kristín Völundardóttir, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samráði við Veðurstofu Íslands að lýsa yfir hættustigi í Bolungarvík og stóð til að rýma nokkur hús í bæjarfélaginu fyrir klukkan 20. 11.3.2009 19:42