Erlent

Vélmenni komi í stað kennara í barnaskólum

Japanskir vísindamenn hafa búið til vélmenni sem hjálpað getur til við kennslu í barnaskólum. Vélmennið Saya getur sýnt undrun, hræðslu, fyrirlitningu, reiði, gleði og sorg. Enn sem komið er getur hún þó einungis sagt nöfn nemenda og gefið einföld fyrirmæli.

Japanir eru vongóðir um að vélmenni muni geta komið í stað manna við ýmis störf í framtíðinni þar sem meðalaldur þjóða hækkar. Aðrir fræðimenn lýsa áhyggjum af notkun vélmenna við umönnun barna og aldraðra. Þeir benda á að vélmenni geti aukið áhuga barna á tækni og vísindum en þau komi aldrei í stað kennara af holdi og blóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×