Innlent

Þrykkti sambýlis­konu í gólfið

Nær þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á konu. Hann var dæmdur til að greiða henni 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá missti hann ökuleyfið í eitt ár.

Parið bjó saman á þessum tíma. Þau voru að koma frá Litla-Hrauni, þar sem konan hafði heimsótt vin sinn. Maðurinn tók hana hálstaki þegar heim var komið, settist ofan á hana og þrykkti henni í gólfið.

Hann á að baki talsverðan sakaferil.

- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×