Innlent

Kostnaðurinn við þingið óviss

Ekki fást svör um áætlaðan kostnað við stjórnlagaþing, hvorki úr forsætis- né fjármálaráðuneyti. Í því síðarnefnda er unnið að kostnaðaráætlun vegna þessa en Lúðvík Guðjónsson, starfsmaður þar, vill ekki segja hvort kostnaður sem Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, hefur áætlað, upp á 1,5 milljarða, sé í hærra lagi eða ekki.

Lúðvík kveðst aðspurður vonast til að kostnaðaráætlun verði tilbúin meðan frumvarpið er í meðförum Alþingis. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×