Innlent

Formannsefni sagt stefnulaust

vill endurskoðun Bjarni Benediktsson segir gildar ástæður til að endurskoða Evrópumálin.fréttablaðið/gva
vill endurskoðun Bjarni Benediktsson segir gildar ástæður til að endurskoða Evrópumálin.fréttablaðið/gva

Þingmenn Framsóknarflokks og Samfylkingar sökuðu Sjálfstæðisflokkinn og formannsefni hans, Bjarna Benediktsson, um stefnuleysi í Evrópumálum á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn þvertóku fyrir það og sökuðu Samfylkinguna á móti um að hafa skipt um skoðun. Afstaða til ESB skipti engu þegar kæmi að stjórnarsamstarfi við Vinstri græna.

Valgerður Sverrisdóttir var málshefjandi og spurði Bjarna beint út í afstöðu hans. Bjarni sagðist í engu hafa skipt um skoðun. Hins vegar hefði hann alltaf verið mikill efasemdamaður um að Íslendingar næðu góðum samningum við Evrópusambandið og hann teldi að heildarhagsmunum okkar væri betur borgið utan þess en innan. Hins vegar væru gildar ástæður til að taka Evrópumálin til endurskoðunar; slæm staða krónunnar og brotthvarf bandarísks hers gæfi tilefni til þess. Sigurður Kári Kristjánsson sagði stefnu Sjálfstæðisflokksins skýra; hann væri á móti aðild að ESB. Það gæti hins vegar breyst á landsfundi eftir lýðræðislega málsmeðferð.

Mörður Árnason sagði afstöðu til ESB verða eitt af höfuðatriðum við næstu stjórnarmyndun, hvernig sem hún yrði. Pétur H. Blöndal sagði ESB hins vegar vilja keyra Íslendinga í fátækt með kröfu sinni í Icesave-málinu.

Enginn þingmanna Vinstri grænna tók þátt í umræðunni.

- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×