Innlent

Fresturinn rann út á miðnætti

Frestur til að sækja um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins rann út á miðnætti.

Gunnar Haraldsson, formaður stjórnar eftirlitsins, vildi í gærkvöldi ekkert segja um hversu margar umsóknir hefðu borist. Hann ítrekar hins vegar að ráðningarferlið sé opið og gegnsætt og að ráðið verði í gegnum ráðningarskrifstofu. „Við erum ekki að pikka út neitt fólk fyrirfram," segir hann.

Eitt síðasta verk fyrrum viðskiptaráðherra, Björgvins G. Sigurðssonar, var að láta ganga frá starfslokum Jónasar Fr. Jónssonar, þáverandi forstjóra eftirlitsins.- kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×