Innlent

Tilkynnir mögulega um þingrof

Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnir mögulega um þingrof í dag eða á morgun.
Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnir mögulega um þingrof í dag eða á morgun.
Forsætisráðherra tilkynnir mögulega um þingrof í dag eða á morgun. Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í stjórnarráðinu klukkan átta í morgun, til að afgreiða frá sér síðustu málin sem hún ætlar að leggja fyrir Alþingi.

Í dag eru innan við 45 dagar til kjördags hinn 25. apríl, en það er sá hámarksfrestur sem stjórnskipunarlög gefa til að tilkynna um þingrof og boða til kosninga. Ekki er hægt að hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrr en þetta hefur verið gert. Leiðtogar stjórnarflokkanna stefna á að eiga fund með formönnum hinna stjórnmálaflokkanna fyrir hádegi, þar sem reynt verður að komast að samkomulagi um hvaða mál fá afgreiðslu á Alþingi áður en þingi verður frestað og þá um leið hvað Alþingi mun starfa lengi fram að kosningum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að fyrr yrði ekki tilkynnt um þingrof. Hún vonaðist samt til að það gæti orðið í dag eða á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×