Fimmtungur heimila skuldar umfram eign 12. mars 2009 04:30 Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir líklegt að flestir þeirra sem lendi í neikvæðri eignastöðu þoli áraunina. Fréttablaðið/Valli „Þau heimili sem verða fyrir miklu áfalli, svo sem hækkun á greiðslubyrði og atvinnumissi, á sama tíma og þau glíma við þrönga eiginfjárstöðu, eiga á hættu að lenda í miklum vandræðum,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, um bráðabirgðaniðurstöður starfshóps bankans um áhrif fjármálakreppunnar á efnahag heimilanna, sem kynntar voru í gær. Þó megi vænta að flestir standist þolraunina og fari ekki í þrot þrátt fyrir neikvæða eignastöðu. Hann segir lítið þurfa til að breyta niðurstöðunum til hins verra. Aðstæður eru lítið skárri erlendis. Fjórðungur húseigenda í Bandaríkjunum er kominn í neikvæða eiginfjárstöðu nú um stundir auk þess sem staðan er slæm í Austur-Evrópu, að hans sögn. Helstu niðurstöður Seðlabankans eru þær að tæplega tuttugu prósent heimila landsins eru þegar komin í neikvæða eiginfjárstöðu og 22 prósent á jaðrinum eftir efnahagshrunið í haust. Athygli vekur að stærsti hópur þeirra sem þegar er kominn í neikvæða eiginfjárstöðu er fólk á aldrinum 30 til 44 ára. Næst á eftir koma fasteignaeigendur á aldursbilinu 45 til 59 ára í sömu stöðu. Greiningin byggir á gagnagrunni með fjárhagslegum upplýsingum sem Seðlabankinn aflaði í samstarfi við fjármálafyrirtækin um eignir og skuldir áttatíu þúsund heimila landsins. Gagnagrunnurinn er einstakur og engin sambærileg gögn til, að sögn Þorvarðar Tjörva. Fyrstu niðurstöður benda til að af 80 þúsund hús- og íbúðaeigendum séu 70 þúsund með húsnæðisskuldir sem eru minni en þrjátíu milljónir króna. Þeir sem verst eru staddir eru 2.400 húseigendur með lán í erlendri mynt eða blönduð lán en þeir eru að glíma við neikvæða eiginfjárstöðu upp á meira en fimm milljónir króna. Þorvarður Tjörvi bendir á að veikasti hlutinn séu skortur á upplýsingum um tekjur heimila landsins og lánveitingar lífeyrissjóða. Það komi í veg fyrir nákvæma greiningu á greiðslubyrði. Áætlað er að bæta þeim við á næstu vikum þegar ítarlegri upplýsingar verða kynntar. jonab@markadurinn.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Þau heimili sem verða fyrir miklu áfalli, svo sem hækkun á greiðslubyrði og atvinnumissi, á sama tíma og þau glíma við þrönga eiginfjárstöðu, eiga á hættu að lenda í miklum vandræðum,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, um bráðabirgðaniðurstöður starfshóps bankans um áhrif fjármálakreppunnar á efnahag heimilanna, sem kynntar voru í gær. Þó megi vænta að flestir standist þolraunina og fari ekki í þrot þrátt fyrir neikvæða eignastöðu. Hann segir lítið þurfa til að breyta niðurstöðunum til hins verra. Aðstæður eru lítið skárri erlendis. Fjórðungur húseigenda í Bandaríkjunum er kominn í neikvæða eiginfjárstöðu nú um stundir auk þess sem staðan er slæm í Austur-Evrópu, að hans sögn. Helstu niðurstöður Seðlabankans eru þær að tæplega tuttugu prósent heimila landsins eru þegar komin í neikvæða eiginfjárstöðu og 22 prósent á jaðrinum eftir efnahagshrunið í haust. Athygli vekur að stærsti hópur þeirra sem þegar er kominn í neikvæða eiginfjárstöðu er fólk á aldrinum 30 til 44 ára. Næst á eftir koma fasteignaeigendur á aldursbilinu 45 til 59 ára í sömu stöðu. Greiningin byggir á gagnagrunni með fjárhagslegum upplýsingum sem Seðlabankinn aflaði í samstarfi við fjármálafyrirtækin um eignir og skuldir áttatíu þúsund heimila landsins. Gagnagrunnurinn er einstakur og engin sambærileg gögn til, að sögn Þorvarðar Tjörva. Fyrstu niðurstöður benda til að af 80 þúsund hús- og íbúðaeigendum séu 70 þúsund með húsnæðisskuldir sem eru minni en þrjátíu milljónir króna. Þeir sem verst eru staddir eru 2.400 húseigendur með lán í erlendri mynt eða blönduð lán en þeir eru að glíma við neikvæða eiginfjárstöðu upp á meira en fimm milljónir króna. Þorvarður Tjörvi bendir á að veikasti hlutinn séu skortur á upplýsingum um tekjur heimila landsins og lánveitingar lífeyrissjóða. Það komi í veg fyrir nákvæma greiningu á greiðslubyrði. Áætlað er að bæta þeim við á næstu vikum þegar ítarlegri upplýsingar verða kynntar. jonab@markadurinn.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira