Erlent

Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er ekki óalgeng sjón í breskum íbúðahverfum um þessar mundir.
Þetta er ekki óalgeng sjón í breskum íbúðahverfum um þessar mundir.
Fasteignaverð í Bretlandi gæti fallið um 55 prósent í viðbót við það sem þegar hefur gerst. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjárfestingarbanka þar í landi. Óttast er að fólk, sem hefur keypt fasteignir sem fjárfestingu og leigir þær út, fari að reyna að losa sig við slíkar eignir í stórum stíl og það muni hríðlækka verðið. Fasteignaverð í Bretlandi hefur þegar lækkað um 20 prósent síðasta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×