Erlent

Segja fíkniefnabaráttu vonlitla

Fíkniefna- og glæpavarnaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að baráttan gegn fíkniefnum á heimsvísu sé að tapast. Í nýrri skýrslu frá skrifstofunni segir að allt sé vaðandi í fíkniefnum, allt of margir séu háðir þeim og of mikið af glæpum og ofbeldi tengist fíkniefnaviðskiptum.

Ekki er þó allt svart, því skrifstofan hrósar Afganistan, Pakistan og Íran sérstaklega fyrir að hafa í fyrsta sinn efnt til sameiginlegra aðgerða á sunnudag og bæði handtekið smyglara og lagt hald á fíkniefni á landamærum ríkjanna þriggja.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×