Innlent

Sigurjón sigraði í baráttunni um 2. sætið

Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, bar sigurorð á Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni Frjálslynda flokksins, í póstkosningu um annað sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Rúmlega 300 manns eru skráðir í flokkinn í kjördæminu.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, hlaut meirihluta atkvæði í fyrsta sæti í kosningunni. Varaþingmaðurinn Ragnheiður Ólafsdóttir hreppti þriðja sætið í póstkosningunni og Magnús það fjórða.

Frjálslyndi flokkurinn hlaut tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í kosningunum 2003 og 2007. Sigurjón segir að flokkurinn ætti að vera með meirihluta þingmanna í kjördæminu. ,,Það er fáránlegt að fólk kjósi þá flokka sem lagt hafa landsbyggðina í rúst."

Sigurjón íhugaði í haust að gefa kost á sér formaður flokksins. ,,Það er ekki í spilunum núna. Guðjón er með víðtækja þekkingu og reynslu þegar kemur að sjávarútvegsmálum og því er hann nauðsynlegur fyrir samfélagið."

Sigurjón var kjörinn á þing fyrir Frjálslynda flokkinn í Norðvesturkjördæmi 2003. Hann bauð sig fram fyrir hönd flokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum vorið 2007 en náði ekki kjöri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×