Erlent

Bill Gates nær toppsæti Forbes á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ríkastur á ný.
Ríkastur á ný.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, hefur endurheimt toppsætið á listanum yfir auðugustu menn heimsins samkvæmt Forbes Magazine. Hann velti þar með fjárfestinum Warren Buffett úr sessi en margt hefur breyst á lista Forbes eftir að efnahagshrun heimsins þurrkaði út tvö þúsund milljarða dollara af bankareikningum auðmanna heimsins.

Fjöldi milljarðamæringa, það er að segja þeirra sem eiga milljarð dollara eða meira, lækkaði um næstum þriðjung síðasta árið og teljast þeir nú 793.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×