Innlent

Tók óvart krók til Keflavíkur

„Kassarnir með blöðunum fundust svo eftir allt saman í einhverju skúmaskoti hjá póstinum í Reykjavík," segir alþingismaðurinn Árni Johnsen sem varð fyrir því að 1.700 eintök af prófkjörsblaði hans virtust hafa gufað upp í meðförum Íslandspósts. Umrædd sending var ætluð til Vestmannaeyja.

„Eftir að fréttin um hvarfið birtist í Fréttablaðinu fóru þeir á póstinum strax að leita betur. Það kom í ljós að blaðið mitt hafði verið sent til Keflavíkur og endursent þaðan aftur til Reykjavíkur," segir Árni sem kveður Vestmannaeyinga nú munu fá blaðið hans heim til sín. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×