Innlent

Olíufélögin lækkuðu öll verð á eldsneyti í morgun

Olíufélögin hafa öll lækkað verð á bensíni í dag. Bensínorkan lækkaði verð á bensíni um tvær krónur og díselolíu um 2,6 krónur. Almennt verð á bensíni hjá Orkunni verður þá 139,70 og almennt verð á díesel 149,90.

N1 lækkaði verð á 95 oktana bensíni um 1,5 og díselolíu um 2,70 og er algengt verð á 95 oktana þá 141,9 og algengt verð á díselolíu er þá 151,9 . Atlantsolía lækkaði verð á díselolíu um 3 krónur og er algengt verð á díselolíu þá 149,60, 95 oktana bensín lækkaði um 2 krónur og stendur nú í 139,80.

Þær upplýsingar fengust hjá Olíuverzlun Íslands að verð hjá Olíz og ÓB hefði lækkað um 1,5 krónur á bensíni og 2,70 á dísel. Verð á bensíni hjá Olíz er þá 141,9 og 151,90 á dísel. Verð á díselolíu hjá ÓB er þá 149,9 en á 95 oktana bensíni er verðið 140,30.

Skeljungur lækkaði verðið á dísel um 2,70 og verð á bensíni um 1,50. Algengt verð á bensíni er þá 141,9 og algengt verð á dísel hjá Skeljungi er 151,9. Verðið miðast við sjálfsafgreiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×