Kosningaplagg eða krafa þjóðfélagsins 12. mars 2009 04:45 Umræðu um stjórnskipunarlög, sem frestað var á þriðjudag, var fram haldið í gær, samkvæmt samkomulagi. Sjálfstæðismenn gagnrýna frumvarpið harðlega.fréttablaðið/gva Fyrstu umræðu um stjórnskipunarlög lauk á Alþingi í gær, en henni hafði verið frestað kvöldið áður. Illa gekk að hefja umræðuna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi harðlega að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Steingrímur J. Sigfússon, fyrstu flutningsmenn, voru í salnum. Fundi var frestað í 10 mínútur á meðan ráðherrarnir komu sér í hús. Sjálfstæðisflokkurinn hélt áfram uppi harðri gagnrýni á frumvarpið. Geir H. Haarde kvartaði undan samráðsleysi, bæði við þing og þjóð, og efaðist um að málið væri unnið af fullum heilindum. Hann velti því upp hvort það væri lagt fram til að friða Framsóknarflokkinn. Augljós mótsögn væri fólgin í því að breyta nokkrum greinum stjórnarskrár áður en hún væri send til meðferðar stjórnlagaþings. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók undir þessa gagnrýni og spurði hvort frumvarpið væri kosningaplagg. Björn Bjarnason og Bjarni Benediktsson sögðu það að fela stjórnlagaþingi stjórnarskrárbreytingu græfi undan virðingu Alþingis og Bjarni gagnrýndi að engin hugmynd væri um kostnað. Steingrímur J. Sigfússon sagði alþekkt að stjórnarskrá væri breytt skömmu fyrir kosningar. Hann rifjaði upp að sjálfur hafði hann beðið þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, um að halda áfram starfi stjórnarskrárnefndar eftir kosningar 2007. Geir hafi sagt það óþarfa, nóg væri að huga að því skömmu fyrir kosningar. Þá sagði hann forystumenn hafa brugðist þjóðinni og því þyrfti hún sjálf að setja sér reglur. Össur Skarphéðinsson tók undir það og sagði það reynslu sína á setu í stjórnarskrárnefnd að þar dyttu menn í pólitískar skotgrafir. Því væri málinu betur komið fyrir hjá þjóðinni. Nefnd sú sem hann átti sæti í hefði haldið ráðstefnur og fengið fullt af hugmyndum frá almenningi en enginn vilji hefði verið fyrir því að fara eftir þeim. Siv Friðleifsdóttir sagðist undrast að Sjálfstæðisflokkurinn læsi samfélagið ekki réttara en svo að hann réðist gegn hugmyndum um stjórnlagaþing. Þá sagði Eygló Harðardóttir blinda trú Sjálfstæðisflokksins hafa komið samfélaginu í rúst og nú ætlaði hann að koma í veg fyrir að hægt væri að þrífa upp eftir hann. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fyrstu umræðu um stjórnskipunarlög lauk á Alþingi í gær, en henni hafði verið frestað kvöldið áður. Illa gekk að hefja umræðuna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi harðlega að hvorki Jóhanna Sigurðardóttir né Steingrímur J. Sigfússon, fyrstu flutningsmenn, voru í salnum. Fundi var frestað í 10 mínútur á meðan ráðherrarnir komu sér í hús. Sjálfstæðisflokkurinn hélt áfram uppi harðri gagnrýni á frumvarpið. Geir H. Haarde kvartaði undan samráðsleysi, bæði við þing og þjóð, og efaðist um að málið væri unnið af fullum heilindum. Hann velti því upp hvort það væri lagt fram til að friða Framsóknarflokkinn. Augljós mótsögn væri fólgin í því að breyta nokkrum greinum stjórnarskrár áður en hún væri send til meðferðar stjórnlagaþings. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók undir þessa gagnrýni og spurði hvort frumvarpið væri kosningaplagg. Björn Bjarnason og Bjarni Benediktsson sögðu það að fela stjórnlagaþingi stjórnarskrárbreytingu græfi undan virðingu Alþingis og Bjarni gagnrýndi að engin hugmynd væri um kostnað. Steingrímur J. Sigfússon sagði alþekkt að stjórnarskrá væri breytt skömmu fyrir kosningar. Hann rifjaði upp að sjálfur hafði hann beðið þáverandi forsætisráðherra, Geir H. Haarde, um að halda áfram starfi stjórnarskrárnefndar eftir kosningar 2007. Geir hafi sagt það óþarfa, nóg væri að huga að því skömmu fyrir kosningar. Þá sagði hann forystumenn hafa brugðist þjóðinni og því þyrfti hún sjálf að setja sér reglur. Össur Skarphéðinsson tók undir það og sagði það reynslu sína á setu í stjórnarskrárnefnd að þar dyttu menn í pólitískar skotgrafir. Því væri málinu betur komið fyrir hjá þjóðinni. Nefnd sú sem hann átti sæti í hefði haldið ráðstefnur og fengið fullt af hugmyndum frá almenningi en enginn vilji hefði verið fyrir því að fara eftir þeim. Siv Friðleifsdóttir sagðist undrast að Sjálfstæðisflokkurinn læsi samfélagið ekki réttara en svo að hann réðist gegn hugmyndum um stjórnlagaþing. Þá sagði Eygló Harðardóttir blinda trú Sjálfstæðisflokksins hafa komið samfélaginu í rúst og nú ætlaði hann að koma í veg fyrir að hægt væri að þrífa upp eftir hann. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira