Erlent

Orrustuþota nánast straukst við fis

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Orrustuþota af gerðinni Tornado.
Orrustuþota af gerðinni Tornado.

Það virðist nánast kraftaverk að ekki varð stórslys þegar Tornado-orrustuþota Konunglega breska flughersins þaut fram hjá svokölluðu fisi, eins konar vélknúnum svifdreka, í aðeins tíu metra fjarlægð.

Flugmaður þotunnar var svo nærri hinum að hann rétt sá glitta í hjálm hans við hlið sér. Atvikið varð yfir Suður-Wales í september í fyrra og hefur Flugmálastjórn Bretlands nú nýlokið við rannsókn þess. Það merkilegasta í málinu er þó að flugmaður fisvélarinnar hefur aldrei gefið sig fram og enginn veit enn hver hann er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×