Innlent

Baugur fékk ótrúlega fyrirgreiðslu

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.
Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flest bendi til þess að Baugur og skyld félög hafi á undanförnum árum fengið ótrúlega bankafyrirgreiðslu. Hann segist ekki hafa heyrt sennilega skýringu hjá þeim sem stýrðu viðskiptaveldi Baugs á réttmæti þeirra risalána sem fyrirtæki þeirra fengu.

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í dag beiðni Baugs Group um framlengingu greiðslustöðvunar. Í framhaldinu óskaði stjórnin félagsins eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

,,Mér finnst satt að segja frekar dapurlegt að hlusta á þá síbylju að fyrirtækið fái ekki tíma til að vinna sig út úr vandræðum. Með hvaða hætti ætluðu forráðamenn Baugs að vinna sig út úr vandræðum. Var einhver skynsamleg áætlun í gangi," segir Jón í pistli á heimasíðu sinni.

Jón segir að það sé óvirðing við skynsemi fólks að halda því fram að Baugur eða skyld fyrirtæki hafi verið knúin í þrot þegar ekki hafi verið gefin nein trúverðug skýring á því hvað stjórnendur gjaldþrota fyrirtækisins ætluðu að gera til að bjarga því.

,,Meðan skýringarnar koma ekki er þá hægt að taka mark á því að vondir kröfuhafar séu að eyðileggja verðmæti?"


Tengdar fréttir

Jón Ásgeir: Hefðum betur haldið okkur bara í smásölunni

„Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé.

Baugur vildi bíða betri tíðar

Baugur, sem var hafnað um áframhaldandi greiðslustöðvun í hádeginu, skuldar 148 milljarði umfram eignir samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá segir í dómsorði að þeir hafi viljað áframhaldandi greiðslustöðvun til þess að bíða betri tíðar. Þar kemur einnig fram að ekki hafi verið raunhæfur möguleiki hjá Baugi að koma nýrri skipan á fjármál sín.

Stjórn Baugs óskar eftir gjaldþrotaskiptum

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í dag beiðni Baugs Group um framlengingu greiðslustöðvunar. Í framhaldinu hefur stjórnin félagsins ákveðið að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Sjö milljarða tjón ef Baugur fer í þrot

Nái beiðni skilanefndar Glitnis fram að ganga að greiðslustöðvun Baugs verði ekki framlengd mun það kosta þjóðina sjö milljarða. Stjórn Baugs og skilanefnd Landsbankans hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að verðmætin glatist ekki.

Skiptir engu hver fer með forræði yfir Baugi

Skilanefnd Glitnis segir engu máli skipta hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Eins og greint var frá á Vísi í morgun halda forráðamenn Baugs því fram að verði ekki fallist á áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs muni ríkið tapa sjö milljörðum í formi bréfa í Debenhams verslunarkeðjunni sem eru í vörslu breska bankans HSBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×