Innlent

Síbrotamaður áfram inni

Síbrotamaður sætir áfram gæsluvarðhaldi, eða þar til dómur gengur í máli hans, samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Maðurinn hefur verið ákærður fyrir héraðsdómi. Í ákæruskjali eru honum gefin að sök fjölmörg afbrot, einkum auðgunarbrot og önnur fjármunabrot. Má þar nefna fjölda nytjastulda á bifreiðum og þjófnaðarbrot, sem varða mikla fjármuni. Maðurinn á að baki töluverðan sakarferil. Þar á meðal dóma vegna auðgunarbrota.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×