Erlent

Bifreiðar og hús þakin sandi

Sandur flæðir yfir. Flugvelli og skólum var lokað í höfuðborginni.
fréttablaðið/AP
Sandur flæðir yfir. Flugvelli og skólum var lokað í höfuðborginni. fréttablaðið/AP

 Gulur sandur hreinlega flæddi yfir Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær þegar sandstormur reið yfir. Enginn hægðarleikur var að þrífa gult sandrykið af bílum, götum og húsum eftir að ósköpin gengu yfir.

Loka þurfti alþjóðaflugvelli borgarinnar og skólum var einnig lokað. Sjúkrahús þurftu að senda neyðarhjálp til tuga fólks sem áttu í öndunarerfiðleikum.

Sandstormar eru nokkuð algengir í Sádi-Arabíu á þessum árstíma. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×