Baugur Group tekið til gjaldþrotaskipta 12. mars 2009 04:30 Baugsfjölskyldan. Niðurstaða gærdagsins var Jóhannesi Jónssyni og börnum hans gífurleg vonbrigði.Fréttablaðið/E. Ól Stjórn Baugs Group ákvað í gær að óska eftir gjaldþrotaskiptum félagins í kjölfar synjunar Héraðsdóms Reykjavíkur á áframhaldandi greiðslustöðvun. Í yfirlýsingu Kristínar Jóhannesdóttur, formanns stjórnar Baugs, segir að niðurstaða héraðsdóms sé mikil vonbrigði og komi mjög á óvart því stjórnin teldi félagið uppfylla öll skilyrði fyrir áframhaldandi greiðslustöðvun og að áætlanir um endurskipulagningu hafi verið raunhæfar. „Stjórnendur og starfsmenn Baugs hafa unnið hörðum höndum við að bjarga verðmætum í fyrirtækinu í samvinnu við kröfuhafa félagsins alveg síðan í haust þegar bankakerfið hrundi á Íslandi í kjölfar lánsfjárkreppunnar. Við töldum okkur komin langleiðina með að ná samningum, sem allir hefðu getað vel við unað,“ segir í yfirlýsingu Kristínar. Í úrskurði héraðsdóms segir að ráðagerðir Baugs Group til að endurskipuleggja félagið séu ekki raunhæfar og þar með ekki líklegar til að koma nýrri skipan á fjármál félagsins. Með því féllst dómurinn á rök skilanefndar Glitnis og Íslandsbanka, sem kröfðust þess að félagið fengi ekki lengri greiðslustöðvun, heldur yrði sett í þrot. Ragnar H. Hall, lögmaður Baugs Group, segir þessa niðurstöðu vitanlega ákveðin vonbrigði. Ekki er mögulegt að kæra niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar og hún er því endanleg. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að skuldir Baugs Group umfram eignir hafi verið um 148 milljarðar króna í janúar. Baugur skuldar Íslandsbanka tæplega 6 milljarða króna, og Glitni um 42 milljarða, að því er fram kom við flutning málsins í héraðsdómi. Ekki náðist í gærkvöldi samband við Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðaleigenda og fyrrverandi stjórnarformann Baugs, sem er erlendis. Á visir.is var í gær hins vegar haft eftir Jóni að honum liði hræðilega eftir tíðindin. Hann færi ekki ofan af því að sú áætlun sem stjórn Baugs hefði sett fram í janúar sé langbesta leiðin til að vernda verðmæti eigna Baugs. Þá sagði Jón á visir.is að gjaldþrot Baugs myndi ekki hafa áhrif á félagið Haga, sem meðal annars rekur Bónus og Hagkaup, eða á fjölmiðlafyrirtækið 365 sem er að stórum hluta í eigu Jóns og gefur meðal annars út Fréttablaðið. Jóhannes Jónsson, faðir Jóns og Kristínar, sem einnig er í útlöndum, vildi ekkert tjá sig um málið þegar rætt var við hann í gær. brjann@frettabladid.is gar@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Stjórn Baugs Group ákvað í gær að óska eftir gjaldþrotaskiptum félagins í kjölfar synjunar Héraðsdóms Reykjavíkur á áframhaldandi greiðslustöðvun. Í yfirlýsingu Kristínar Jóhannesdóttur, formanns stjórnar Baugs, segir að niðurstaða héraðsdóms sé mikil vonbrigði og komi mjög á óvart því stjórnin teldi félagið uppfylla öll skilyrði fyrir áframhaldandi greiðslustöðvun og að áætlanir um endurskipulagningu hafi verið raunhæfar. „Stjórnendur og starfsmenn Baugs hafa unnið hörðum höndum við að bjarga verðmætum í fyrirtækinu í samvinnu við kröfuhafa félagsins alveg síðan í haust þegar bankakerfið hrundi á Íslandi í kjölfar lánsfjárkreppunnar. Við töldum okkur komin langleiðina með að ná samningum, sem allir hefðu getað vel við unað,“ segir í yfirlýsingu Kristínar. Í úrskurði héraðsdóms segir að ráðagerðir Baugs Group til að endurskipuleggja félagið séu ekki raunhæfar og þar með ekki líklegar til að koma nýrri skipan á fjármál félagsins. Með því féllst dómurinn á rök skilanefndar Glitnis og Íslandsbanka, sem kröfðust þess að félagið fengi ekki lengri greiðslustöðvun, heldur yrði sett í þrot. Ragnar H. Hall, lögmaður Baugs Group, segir þessa niðurstöðu vitanlega ákveðin vonbrigði. Ekki er mögulegt að kæra niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar og hún er því endanleg. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að skuldir Baugs Group umfram eignir hafi verið um 148 milljarðar króna í janúar. Baugur skuldar Íslandsbanka tæplega 6 milljarða króna, og Glitni um 42 milljarða, að því er fram kom við flutning málsins í héraðsdómi. Ekki náðist í gærkvöldi samband við Jón Ásgeir Jóhannesson, einn aðaleigenda og fyrrverandi stjórnarformann Baugs, sem er erlendis. Á visir.is var í gær hins vegar haft eftir Jóni að honum liði hræðilega eftir tíðindin. Hann færi ekki ofan af því að sú áætlun sem stjórn Baugs hefði sett fram í janúar sé langbesta leiðin til að vernda verðmæti eigna Baugs. Þá sagði Jón á visir.is að gjaldþrot Baugs myndi ekki hafa áhrif á félagið Haga, sem meðal annars rekur Bónus og Hagkaup, eða á fjölmiðlafyrirtækið 365 sem er að stórum hluta í eigu Jóns og gefur meðal annars út Fréttablaðið. Jóhannes Jónsson, faðir Jóns og Kristínar, sem einnig er í útlöndum, vildi ekkert tjá sig um málið þegar rætt var við hann í gær. brjann@frettabladid.is gar@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira