Innlent

OR mæli ekki eigin mengun

Hellisheiðarvirkjun Brennisteinsmengun veldur Hvergerðingum áhyggjum.
Hellisheiðarvirkjun Brennisteinsmengun veldur Hvergerðingum áhyggjum.

„Bæjarráð hlýtur að undrast það viðhorf sem fram kemur í bréfi Umhverfisstofnunar að sá sem mengar eigi að hafa umsjón með mælingum á áhrifum mengunarinnar,“ segir bæjarráð Hveragerðis sem er ósátt við þá skoðun Umhverfisstofnunar að Orkuveita Reykjavíkur annist vöktun á áhrifum af brennisteinsvetni frá eigin jarðvarmavirkjunum á Hellisheiði.

„Slíkt fyrirkomulag hlýtur alltaf að vekja spurningar um hæfi viðkomandi aðila til að sjá um þennan þátt. Það væri mun trúverðugra ef óháður aðili sæi um slíkar mælingar þó að fyrirtækið myndi síðan greiða fyrir rannsóknirnar,“ segir bæjarráðið sem vill að Umhverfisstofnun annist mælingarnar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×