Innlent

Fíkniefnalögregla á ferð í Sundahverfi

Fíkniefnalögreglan var með aðgerðir í húsi í Sundahverfi í Reykjavík í gærkvöldi, en ekki liggur fyrir í hverju þær fólust eða hver árangurinn varð. Hins vegar liggur fyrir að hún handtók karlmann um þrítugt í Garðabæ í fyrradag. Í bíl hans fundust tugir gramma af hassi og marijuana. Efnin voru ætluð til sölu, en maðurinn hefur áður verið uppvís að slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×