Erlent

Kretschmer myrti einkum kvenmenn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sérsveitarmenn á vettvangi í gær.
Sérsveitarmenn á vettvangi í gær.

Kvenkyns nemendur og kennarar skólans í Winnenden í Þýskaland virðast einkum hafa verið skotmörk hins 17 ára gamla Tim Kretschmer sem gekk berserksgang í gær og myrti 15 manns.

Af níu nemendum skólans, sem féllu, voru átta stúlkur og þrjár kennslukonur en Kretschmer var fyrrverandi nemandi við skólann. Gamlir samnemendur hans lýstu honum sem furðufugli og einfara sem eytt hefði löngum stundum við að æfa loftbyssuskotfimi nærri heimili sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×