Innlent

Rýmingu aflétt í Bolungarvík

Rýmingu nokkurra húsa í Bolungarvík var aflétt í morgun, eftir að snjóflóðaeftirlitsmenn höfðu kannað hlíðarnar ofan við bæinn í birtingu.Almannavarnir lýstu yfir hættustigi í Bolungarvík í gærkvöldi og lét rýma húsin í öryggisskyni.

Þá voru íslenskt og danskt varðskip beðin að færa sig nær Vestfjörðum í gærkvöldi og vera þar til taks, en skipin voru vestur af landinu að undirbúa samæfingu. Við athugun í morgun kom í ljós að snjóflóð hefur fallið úr gili í Hádegisfjalli í nótt, en það er Bolungarvíkurmegin við Óshlíðina.

Þar féll annað flóð úr örðu gili í gær, en engin mannvirki eru á svæðinu okg hlaust ekkert tjón af flóðunum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður ástandið kannað í dag og metið í framhaldinu þar sem veðurspáin fyrir helgina er nokkuð óviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×