Innlent

Rösklega helmingur vill Jóhönnu

Rúm 55 prósent þeirra, sem spurðir voru í skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis segjast vilja að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti formaður Samfylkingarinnar.

Rúmlega 26 prósent vilja Dag B. Eggertsson. Tæplega sex prósent Árna Pál Árnason og álíka margir Jón Baldvin Hannibalsson. Rúmlega fjögur og hálft prósent vilja einhvern annan, þar af nefndi helmingur Össur Skaprhéðinsson, og rúmlega tvö prósent vilja Lúðvík Geirsson.

Ef einungis er litið til Samfylkingarfólks vilja 56 prósent Jóhönnu, 33,6 prósent Dag B. Eggertsson og tæp átta prósent Árna Pál Árnason. Aðrir kandidatar fengu innan við tvö prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×