Innlent

Maður ærðist á Eyrarbakka

Maður fékk æðiskast við veitingastaðinn Rauða húsið á Eyrarbakka aðfaranótt sunnudagsins. Hann skemmdi lampa inni á veitingahúsinu og að því búnu æddi hann út og réðist að næsta bíl og sparkaði í hann. Lögregla hafði afskipti af manninum, sem virtist lítið róast við það. Eftir handtöku reyndi hann ítrekað að skalla lögreglumenn. Maðurinn var ölvaður og því vistaður í fangageymslu.

Nokkuð annasamt var hjá lögreglunni á Selfossi um helgina. Sinna þurfti umferðarlagabrotum, fíkniefnamáli og innbrotum í hús og bíla.- jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×