Erlent

Mugabe óskar Tsvangirai góðs

Morgan Tsvangerai
Morgan Tsvangerai

 Þúsundir manna tóku þátt í minningarathöfn á þriðjudag um Susan Tsvangirai, eiginkonu Morgans Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve, í gær. Hún lést í bílslysi á föstudaginn og var jarðsungin í gær.

Robert Mugabe forseti, sem síðustu vikurnar hefur staðið við samning um að deila völdum í landinu með Tsvangirai, óskaði honum styrks í raunum hans.

Tsvangirai sagði á mánudag að engin brögð hefðu verið í tafli þegar hann og eiginkona hans lentu í bílslysinu á föstudag, það hefði verið bílslys og ekkert annað. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×