Innlent

Alþingi láti af ál-draumórum

Steinunn Rögnvalsdóttir er formaður UVG.
Steinunn Rögnvalsdóttir er formaður UVG.
Ung vinstri græn skora á þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að greiða atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heimild til samninga við Century Norðurál vegna álversuppbyggingar í Helguvík.

,,Nú þegar hafa þingmennirnir Atli Gíslason og Árni Þór Sigurðsson, auk Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra, lýst yfir andstöðu sinni við frumvarpið. Ung vinstri græn krefjast þess að aðrir þingmenn og ráðherrar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs geri slíkt hið sama. Að greiða fyrir framgangi þessa frumvarps í þinginu, hvort sem er með stuðningi eða hlutleysi, brýtur gegn stefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um sjálfbærni og náttúruvernd, fjölbreytni í atvinnulífi, jafnræði og gegnsæi," segir í ályktun félagsins.

,,Ung vinstri græn hvetja þingmenn Vinstri grænna til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva ábyrgðar- og tilgangslausan fjárfestingarsamnings iðnaðarráðherra sem og ál-brjálæðið sem enn á ný tröllríður íslensku samfélagi."

Ung vinstri græn biðla einnig til annarra þingmanna, sér í lagi þeirra sem lýstu sig græna fyrir síðustu kosningar, að stöðva þennan tilgangslausa fjárfestingasamning iðnaðarráðherra og snúa sér þess í stað að því að finna raunhæfar lausnir í atvinnumálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×