Fleiri fréttir

Vilja að matvörurhækkanir verði rannsakaðar

Stjórn Neytendasamtakann hefur ákveðið að leita bæði til forsætisráðherra og Samkeppniseftirlitsins þar sem samtökin hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði, bæði hækkunum sem þegar hafa orðið en einnig hækkunum sem boðaðar hafa verið.

Varað við gufuvirkni í kringum Gunnuhver

Gufuvirkni á hverasvæðinu við Gunnuhver á Reykjanesi hefur aukist og breiðst út að undanförnu og hvetja Almannavarnir fólk til að sýna fulla aðgæslu í grennd við svæðið.

Obama hvetur Hillary til að gefast upp

Líkur eru á að úrslitin í forkosningunum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum muni ráðast í dag. Kosið er í fjórum ríkjum en allra augu beinast að Texas og Ohio.

Blaðamaður The Observer ástfanginn af Snæfellsnesi

Gemma Bowes, blaðamaður á breska blaðinu The Observer, kom til Íslands á dögunum til þess að vera viðstödd Food & Fun hátíðina. Hún skrifaði ítarlega grein um ferðina sem birtist á vefnum guardian.co.uk undir fyrirsögninni “Stinky fish and fancy dinners” eða “Daunillur fiskur og sparimatur”. Þar lýsir hún jákvæðri reynslu sinni af landinu og matargerðarmenni

Frækilegur sigur Björns

FIDE-meistarinn Björn Þorfinnsson (2344) gerði sér lítið fyrir og sigraði stigahæsta keppanda Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins Yue Wang frá Kína (2698) örugglega í fyrstu umferð Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld. Um er að ræða einn stigahæsta skákmann sem Íslendingur hefur unnið

Stafnás segir upp 95 manns

Byggingarfyritækið Stafnás hefur sagt upp rúmlega 95 starfsmönnum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarps í kvöld. Meirihluti þeirra sem sagt var upp eru Pólverjar. Þetta er ein fjölmennasta hópuppsögn há byggingarfyrirtæki í áraraðir.

Utanríkisráðherra kynnir sér SOS-barnaþorp í Botswana

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, sem stödd er í Botswana, heimsótti í gær SOS-barnaþorp skammt frá höfuðborg landsins, Gaborone. Með henni í för var Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra Íslands í Suður-Afríku.

Útkall vegna baðferðar

Að sögn lögreglunnar á Seyðisfirði var fyrir helgina tilkynnt um eld í húsi á Egilsstöðum þar sem reykur barst þar út um glugga. Þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að þetta var aðeins gufa sem barst út um baðherbergisglugga en húsráðandi var að undirbúa baðferð.

Mikil óánægja á meðal lögreglumanna

Nánast jafnmargir lögreglumenn starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og störfuðu áður í Reykjavík einni. Mikil óánægja er meðal lögreglumanna með þessa þróun.

Jón sannfærður um sigur

Jón Ólafsson er sannfærður um að hann muni vinna meiðyrðamál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni á nýjan leik en áfrýjunardómstóll í Bretlandi hafnaði frávísunarkröfu Hannesar í morgun.

Gætu fengið á sjötta milljarð fyrir loðnuna

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir það mjög jákvætt skref að sjávarútvegsráðherra hafi ákveðið að auka loðnukvótann í dag um 50 þúsund tonn.

Leirgos í Gunnuhver

Nú undanfarið hafa orðið nokkrar breytingar á virkni hverasvæðisins við Gunnuhver á Reykjanesi. Gufuvirkni á hverasvæðinu hefur aukist og breiðst nokkuð út auk þess sem suða í leirhverum hefur aukist. Fólk er hvatt til að gæta fyllstu varúðar ef það fer um svæðið.

Jafnræðisregla brotin með aðstoðarmannafrumvarpi?

Deilt var um það á Alþingi í dag hvort það stangaðist á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að ekki fengju allir þingmenn aðstoðarmenn með nýju frumvarpi um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað.

Keflavíkurflugvöllur á kafi

Það snjóaði gríðarlega mikið á Suðurnesjum um helgina. Farþegum sem voru að koma heim frá útlöndum og ferðuðust um Leifsstöð hefur sjálfsagt brugðið þegar þeir komu að bílum sínum snæviþöktum í gær.

Níu ára fangelsi fyrir að dreifa ruslpósti

Hæstiréttur í Virginíuríki í Bandaríkjunum dæmdi á föstudaginn mann í níu ára angelsi fyrir að dreifa ruslpósti á Internetinu. Maðurinn var sérstaklega stórtækur í þeim bransa en árið 2003 var hann á topp tíu listanum yfir þá sem sendu flest ruslpósts skeyti. Saksóknarinn sýndi fram á að maðurinn, Jeremy Jaynes, sendi á þriggja daga tímabili 53 þúsund tölvuskeyti með alls kyns tilboðum í júlí 2003. Grunur leikur þó á að Jaynes hafi verið enn stórtækari og er fullyrt að hann hafi sent um tíu milljón skeyti á hverjum degi og að velta hans hafi verið tæpar fimmtíu milljónir króna á mánuði.

Karlhjúkka drap fjórar eldri konur

Colin Norris 32 ára karlhjúkka frá Glasgow var í dag fundin sekur um að hafa myrt fjóra sjúklinga. Það gerði hann með því að gefa þeim of stóra skammta af Insúlíni.

Ánægður með niðurstöðu í DC++ máli

Rétthafar tónlistar og myndefnis lýsa yfir ánægju sinni með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem fallist var á kröfu ákæruvaldsins og allir einstaklingar sem ákærðir voru, í hinu svo kallaða DC++ máli, sakfelldir fyrir margvísleg brot á höfundarétti.

Hækkanir á aðföngum bitna fyrr eða síðar á almenningi

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir hækkanir á aðföngum í landbúnaði, eins og áburði og fóðri, munu fyrr eða síðar bitna á almenningi, annaðhvort í hærra verði á landbúnaðarvörum eða í gegnum ríkissjóð.

Framferði Ísraela óafsakanlegt

Framferði Ísraela á Gasasvæðinu er óafsakanlegt og ríkisstjórnin fordæmir það. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag.

Vilja nýja flutningslínu á Suðurnesjum

Hitaveita Suðurnesja gerir kröfu um að byggð verði nýr flutningslína frá Hamranesi til Suðurnesja til þess að auka afhendingaröryggi á raforku frá félaginu.

Föður leigubílabarnsins enn leitað

Föðursystir litlu stúlkunnar, sem var skilin eftir fyrir utan slökkvistöð í New York um helgina, hafði sjálf þurft að skilja barnið sitt eftir í umsjá annarra. Hún segist hafa óskað þess að stúlkan fengi að lifa góðu lífi.

Þjónustufulltrúi útbjó 781 tilhæfulausan reikning

Höfuðpaur fjársvikamálsins í Tryggingastofnun, sem greint var frá í morgun, er 45 ára gömul kona úr Reykjavík. Hún er ákærð fyrir fjársvik í opinberu starfi, sem framin voru á tímabilinu 2. janúar 2002 til 9. júni 2006, á meðan konan starfaði sem þjónustufulltrúi hjá stofnuninni.

Íslendingar og Íranar hyggja á nánara samstarf

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins hitti Manouchehr Mottaki utanríkisráðherra Írans í Teheran í gær. Íranskir miðlar greina frá fundinum og þar sagði ráðherrann meðal annars að sjálfstæð stefna Íslands gerði það kleift að efla tvíhliða samskipti ríkjanna. Mottaki sagði ýmsa möguleika á samstarfi ríkjanna og þar nefndi hann bifreiðaframleiðslu og stíflugerð sérstaklega.

Fresta því að rífa Gullfaxa

Niðurrifi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, hefur verið frestað um tvo mánuði en vélin er nú í flugvélakirkjugarði í Rosswell í Bandaríkjunum.

Loðnukvótinn verði aukinn um 50 þúsund tonn

Hafrannsóknarstofnun leggur til við sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra að loðnukvótinn á yfirstandandi vertíð verði aukinn um 50 þúsund tonn í ljósi þess að aukin loðna hefur mælst við landið.

Níu sakfelldir í DC++ máli

Níu menn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakfelldir fyrir brot á höfundalögum fyrir að hafa dreift ýmiss konar efni með skráarskiptaforritinu DC++. Ríkislögreglustjóri höfðaði mál á hendur mönnum og hlaut einn mannanna 30 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingu yfir hinum var frestað og fellur hún niður ef þeir halda skilorð í tvö ár.

Formaður Bændasamtakanna tekur undir orð forsetans um sáttmála

Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands segist vera sammála Ólafi Ragnari Grímssyni forseta um að skapa þurfi sáttmála um fæðuöryggi til handa öllum Íslendingum - hrifinn af þessari hugmyndafræði sem hann kom með í sinni r´æðu á búnaðarþingi í gær.

Væntir mikils af nýjum Rússlandsforseta

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, væntir mikils af nýjum forseta Rússlands, Dmítrí Medvedev, í baráttunni gegn loftlagsbreytingum á komandi árum.

Sjá næstu 50 fréttir