Innlent

Hugðist smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun

MYND/Stefán

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í sautján ára stúlku til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir þjófnað og fíkniefnabrot.

Annars vegar var stúlkan ákærð fyrir að stela bensíni og naglaboxi og hins vegar fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum þegar lögregla hafði afskipti af bíl sem hún var í. Var um að ræða hass, amfetamín og kókaín sem stúlkan hafði komið fyrir innvortis og ætlaði hún að smygla efnunum inn á Litla-Hraun gegn tíu þúsund króna greiðslu og hluta af fíkniefnunum.

Stúlkan játaði brot sín og rauf með þeim skilorð. Var horft til þess en einnig til þess að hún var ung og hefði nú leitað sér aðstoðar vegna fíkniefnavanda. Greiði stúlkan ekki sektina innan fjögurra vikna bíður hennar 22 daga fangelsisvist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×