Erlent

Sex skotnir og stungnir til bana í Memphis

Sex fundust látnir, þar af tvö börn, í húsi í úthverfi Memphis í gærkvöldi. Hafði fólkið verið skotið eða stungið til bana.

Þar að auki fundust þrjú kornabörn í húsinu illa særð af stungusárum. Þau voru flutt á gjörgæslu en engar upplýsingar hafa fengist um líðan þeirra. Lögreglan í Memphis segir glæpavettvanginn einhvern þann hroðalegasta sem þeir hafi upplifað.

Ekkert er vitað um gerningsmenn eða ástæður þessara morða. Nágrannar lýsa fólkinu sem bjó í húsinu sem rólegu og að það hafi lítið látið fyrir sér fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×