Erlent

Telja fjögur leyniherbergi á upptökuheimili í Jersey

Talið er að fjögur leyniherbergi sé að finna í kjallara upptökuheimilis á Ermarsundseyjunni Jersey þar sem lögregla hefur grafið eftir líkamsleifum barna í tæpa viku.

Tvö herbergi hafa þegar fundist og birti Associated Press í morgun þessar myndir af þeim þær fyrstu sem koma fyrir almennings sjónir. Fjölmargir hafa gefið sig fram eftir að málið komst í hámæli og lýst grimmilegum ofbeldisverkum á heimilinu. Höfuðkúpa hefur fundist og er fleiri líkamsleifa leitað. Upptökuheimilið var opnað 1867 og lokað 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×