Innlent

Hækkanir á aðföngum bitna fyrr eða síðar á almenningi

MYND/GVA

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir hækkanir á aðföngum í landbúnaði, eins og áburði og fóðri, munu fyrr eða síðar bitna á almenningi, annaðhvort í hærra verði á landbúnaðarvörum eða í gegnum ríkissjóð. Hann segir um óvænt og nýtilkomið vandamál að ræða og rannsaka þurfi vandann betur áður en ákveðið verði að grípa til einhverra aðgerða.

Með þessum orðum var hann að bregðast við fyrirspurn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, sem lýsti yfir áhyggjum af hækkunum á verði á aðföngum. Spurði hann hvort ríkið myndi koma að málinu eða hvort hækkun á aðföngum yrði velt út í verðlagið.

Forsætisráðherra sagði verðlagsþróun á áburði og fóðri nýjan vanda en benti á að Íslendingar gætu unnið markaði fyrir mjólkurafurðir sínar í Evrópu vegna þess að vörurnar væru góðar og hollar líkt og formaður Framsóknarflokksins hefði margsinnis bent á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×