Innlent

Sjávarútvegsráðherra eykur loðnukvótann

MYND/GVA

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur orðið við tilmælum Hafrannsóknastofnunar og aukið loðnukvótann um 50 þúsund tonn.

Heildaraflamark er þannig 207 þúsund tonn og þarf af koma um 152 þúsund tonn í hlut íslenskra skipa eftir því sem segir í tilkynningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Hafrannsóknarstofnunin lagði til fyrr í dag að kvótinn yrði aukinn eftir að rannsóknarskip stofnunarinnar fann umtalsvert af loðnu austan við Ingólfshöfða. Það hafa því orðið miklar breytingar á tæpum tveimur vikum því í þarsíðustu viku var komið á loðnuveiðibanni þar sem loðna hafði ekki fundist í nægjanlegu magni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×