Innlent

Vítisengill bíður eftir dómsmálaráðherra

Einn af Vítisenglunum sem vísað var úr landi í nóvember á síðasta ári.
Einn af Vítisenglunum sem vísað var úr landi í nóvember á síðasta ári.

Einn af Vítisenglunum sem vísað var úr landi í nóvember á síðasta ári hefur kært frávísunina og bíður nú eftir svari frá dómsmálaráðuneytinu.

Vítisengillinn telur að brotið hafi verið á rétt sínum þegar honum var vísað úr landi. Þá krefst hann þess að tjón sem hann varð fyrir verði bætt. Á sínum tíma réttlætti lögreglan á Suðurnesjum aðgerðir sínar með þeim rökum að Vítisenglarnir væru ógn gegn friði og spekt í landinu.

Mikill viðbúnaður var í Leifsstöð þegar englarnir komu til landssins og mátti sjá hátt í fimmtíu lögreglumenn bíða komu þeirra. Engin læti urðu en mennirnir sögðust vera á leið í gleðaskap í klúbbhúsi Fáfnismanna í Reykjavík.

Vítisengillinn sendi ráðuneytinu bréf þar sem óskað var eftir rökstuðningi á frávísuninni í nóvember á síðasta ári, hann bíður enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×