Innlent

Varað við gufuvirkni í kringum Gunnuhver

Gufuvirkni á hverasvæðinu við Gunnuhver á Reykjanesi hefur aukist og breiðst út að undanförnu og hvetja Almannavarnir fólk til að sýna fulla aðgæslu í grennd við svæðið.

Leirspýur ganga hátt upp úr hvernum og til hliðar og svo geta orðið sprengingar sem þeyta sjóðandi eðju tugi og jafnvel hundruð metra frá hvernum.

Þá hefur hver grafið veginn að bílastæðinu í sundur. Auk þess hafa nokkur gufuaugu opnast þvert yfir veginn, sem er nú lokaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×