Innlent

Mikill kraftur er hlaupinn í loðnuveiðarnar

Mikill kraftur er hlaupinn í loðnuveiðarnar eftir að aukið var við kvótann í gær.

Nokkur skip eru að veiðum vestur af Stokksnesi, í grennd við Höfn í Hornafirði og nokkur við Skaftárósa og veiða þau úr torfunum sem Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson fann um helgina.

Önnur eru vestur af Reykjanesi og veiða úr upphaflegu torfunni. Heildarkvóti íslensku skipanna er nú kominn upp í 152 þúsund tonn, sem gæti gefið rúma sex milljaða króna í útflutningsverðmæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×