Innlent

Mikil óánægja á meðal lögreglumanna

Nánast jafnmargir lögreglumenn starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og störfuðu áður í Reykjavík einni. Mikil óánægja er meðal lögreglumanna með þessa þróun.

Nú um mánaðarmótin var hundadeild lögreglunnar lögð niður og starfsmönnum hennar sagt upp. Áður hafði útlendingadeild lögreglunnar verið lögð niður en þeir sem þar störfuðu ganga nú almennar vaktir.

Yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að verið sé að hagræða innan embættisins en lögreglumenn eru afar ósáttir við þá skýringu. Rannsóknarlögreglumenn segja til að mynda það tefja rannsóknir mála hve fáliðaðir þeir séu orðnir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu þá snýr Óánægja lögreglumanna að því að nánast jafnmargir lörgeglumenn sinna öllu höfuðborgarsvæðinu nú og sinntu áður aðiens Reykjavík. Álagið á lögreglumenn hefur því aukist samfara því að skipulögð glæpastarfssemi verður æ meiri á götum borgarinnar.

Lögreglufélagið hefur óskað eftir tölulegum upplýsingum frá yfirstjórninni og hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu fara yfir þær áður tekin verður ákvörðum um hvort gripið verði til aðgerða eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×