Innlent

Fresta því að rífa Gullfaxa

Niðurrifi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, hefur verið frestað um tvo mánuði en vélin er nú í flugvélakirkjugarði í Rosswell í Bandaríkjunum.

Upphaflega átti að rífa þotuna í þessari viku og selja í varahluti. Hópur áhugamanna um flugsögu Íslands hefur reynt að fá þotuna hingað til lands til að setja á flugsafnið á Akureyri en eigandi þotunnar vill fá um 80 milljónir króna fyrir vélina.

Að sögn Hafþórs Hafsteinssonar, stjórnarfomanns Avion Aircraft Trading, hefur eigandi þotunnar nú samþykkt að fresta niðurrifi hennar um tvo mánuði. Á meðan verður reynt að finna leiðir til að fjármagna kaup á vélinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×