Innlent

Fólk hvatt til að hreinsa frá þakrennum og niðurföllum

MYND/Frikki Þór

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til þess að hreinsa frá þakrennum og niðurföllum og huga að því að ekki leki inn af svöum í ljósi þess að spáð er hlýnandi veðri og úrkomu.

Í tilkynningu frá forvarnahúsi Sjóvár segir að í slíkri asahláku þurfi ekki mikið til þess að koma í veg fyrir stórtjón. Bent er á að stórir pollar geti myndast á götum og eru ökumenn eru beðnir um að haga akstri eftir því og sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi.

Enn fremur segir í tilkynningunni að á fjallvegum geti orðið erfiðar akstursaðstæður með hálku og miklum vindi. Er fólk hvatt til að kynna sér upplýsingar um færð og veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×