Innlent

Vilja að matvörurhækkanir verði rannsakaðar

MYND/Hilmar Þór

Stjórn Neytendasamtakann hefur ákveðið að leita bæði til forsætisráðherra og Samkeppniseftirlitsins þar sem samtökin hafa áhyggjur af hækkandi matvælaverði, bæði hækkunum sem þegar hafa orðið en einnig hækkunum sem boðaðar hafa verið.

Fram kemur á vef samtakanna að þau hafi sent forsætisráðherra bréf þar sem óskað er eftir að hann beiti sér fyrir því að stofnað verði til samráðsvettvangs til að hamla gegn verðhækkunum á matvörum enda mikið í húfi fyrir heimili landsins.

Þá ákváðu samtökin að senda erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er eftir að kannað verði hvort hækkanirnar séu eðlilegar eða hvort framleiðendur, birgjar eða smásöluaðilar séu að hækka álagningu sína í skjóli mikilla verðhækkana á heimsmarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×