Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2025 06:34 Já, af hverju ekki? Getty/Adam Gray „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. Epstein var fjarverandi þegar Trump gekk inn og fann fyrir stúlku, starfsmann Epstein. Henni þótti nærvera hans óþægileg, sérstaklega hvernig hann starði á fótleggina á henni. Sem betur fer kom yfirmaður hennar fljótlega og sagði að nei, hún væri ekki fyrir Trump. Þannig lýsti Maria Farmer kynnum sínum af Trump þegar hún leitaði til lögreglu árið 1996 og aftur árið 2006, vegna kynferðisbrota sem hún sagði Epstein og samstarfskonu hans og stundum kærustu, Ghislaine Maxwell, hafa framið gegn sér. Farmer greindi lögregluyfirvöldum í New York frá reynslu sinni og síðar Alríkislögreglunni og hvatti rannsakendurna til að athuga einnig með einstaklinga tengda Epstein, til að mynda Donald Trump og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Frá þessu segir New York Times, sem gerir því skóna að frásagnir á borð við þessa séu meðal þess efnis í hinum svokölluðu Epstein-skjölum sem gæti komið sér afar illa fyrir Trump. Voru mögulegir samverkamenn rannsakaðir? Farmer hefur verið skýr varðandi það að hún veit ekki til þess að aðrir en Epstein og Maxwell hafi brotið gegn ungum stúlkum. En ljóst er að hinar ýmsu rannsóknir á Epstein í gegnum tíðina hafa orðið uppspretta gríðarmikils gagnasafns, sem flokkssystkini Trump deila nú um hvort á að gera opinbert. Að sögn Farmer hefur hún oft velt því fyrir sér hvort yfirvöld rannsökuðu tengsl Epstein og Trump, sem virðast hafa verið kunningjar, ef ekki vinir, á tímabili. Hún og systir hennar, Annie Farmer, voru fyrstar til að leita til lögreglu vegna Epstein og Maxwell. Farmer segir parið hafa ráðist á hana og káfað á henni á heimili Epstein í Ohio, þegar hún starfaði fyrir athafnamanninn við að kaupa listaverk og hafa umsjón með „umferð“ stúlkna, kvenna og frægra einstaklinga á heimili hans í New York. Annie, yngri systir Mariu, bar vitni við réttarhöldin yfir Maxwell árið 2021, þar sem síðarnefnda var sökuð um og dæmd fyrir að hafa séð Epstein fyrir fórnarlömbum og tekið þátt í kynferðisbrotum hans. Lýsti Annie því meðal annars hvernig Maxwell hefði nuddað á henni ber brjóstin á enn öðru heimili Epstein í Nýju-Mexíkó. Sjálf ræddi Annie við BBC á dögunum og sagði Epstein-málið hafa verið misnotað í pólitískum tilgangi. Mikið hefði verið fjallað um brotamennina og þeir fengið mikla athygli, án þess að tekið væri tillit til þolendanna. Henni þætti hún hafa verið notuð. „Þetta hefur verið tilfinningalegur rússíbani fyrir þá sem eiga hlut að málinu,“ segir hún. Hún vonaðist til þess að gögn málsins yrðu birt. Milli steins og sleggju Eins og fyrr segir standa nú harðar deilur um birtingu þeirra gagna sem yfirvöld hafa safnað saman og framleitt í tengslum við rannsóknirna á Epstein. Trump og stuðningsmenn hans lögðu mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að ýmis gögn sem „Washington-elítan“ hefði setið á yrðu gerð opinber. Þá var á sama tíma gefið í skyn að með birtingunni yrði flett ofan af megnri spillingu. Nú hafa gögn tengd morðunum á John F. Kennedy og Martin Luther King verið birt en lítið nýtt í þeim að finna. Þá höfnuðu stjórnvöld því á dögunum að opinbera fleiri gögn í Epstein-málinu og dómsmálaráðherrann Pam Bondi varð tvísaga, þegar hún sagði engan kúnnalista Epstein til en hún hafði áður sagt hann liggja á sínu borði. Trump hefur sjálfur sagst leggja blessun sína yfir birtingu þeirra gagna sem mögulegt sé að birta en Demókratar og sumir stuðningsmenn Trump hafa kallað eftir því að allt verði birt, enda sé það eina leiðin til að fá allt upp á yfirborðið og upplýsa málið. Forsetinn er raunar í nokkuð erfiðri stöðu gagnvart MAGA-armi Repúblikanaflokksins, eftir að hafa tekið undir samsæriskenningar um barnaníðingahring og gjörspillta „fenjabúa“ í Washington. Þannig er hætt við að þeir sem trúa því einlægt að eitthvað sé rotið í Danaveldi, jafnvel meira en þeir trúa á Trump sjálfan, muni snúast gegn foringjanum ef þeir telja hann hafa eitthvað að fela. Gjöful uppspretta samsæriskenninga Epstein-málið er umfangsmikið og flókið og angar þess hafa vakið upp margar spurningar og samsæriskenningar. Eftir rannsókn Alríkislögreglunnar árið 2006 samþykkti Epstein til að mynda að játa á sig tvö brot til að sleppa við alríkisákærur en saksóknarinn í málinu, Alexander Acosta, greindi seinna frá því að hann hefði gert samkomulagið við Epstein eftir að hafa verið sagt að afhafnamaðurinn tilheyrði leyniþjónustusamfélaginu og að hann ætti að „láta málið vera“. Samkomulagið hljóðaði upp á átján mánaða fangelsi, að Epstein færi á skrá yfir kynferðisbrotamenn og að hann greiddi yfir 30 þolendum bætur. Málið var innsiglað í kjölfarið og að því er virðist horfið frá frekari rannsóknum á Epstein og mögulegum samverkamönnum hans. Epstein var ákærður á ný árið 2019 og sakaður um mansal og kynferðisbrot, meðal annars gegn stúlkum undir lögaldri. Málið gegn honum rataði þó aldrei alla leið fyrir dómi, þar sem Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í ágúst sama ár. Yfirvöld segja Epstein hafa framið sjálfsvíg en dauði hans var olía á eld samsæriskenningasmiða, ekki síst í ljósi áðurnefndra meintra tengsla við leyniþjónustuna, vináttu Epstein og fjölda valdamikilla og þekktra einstaklinga, og staðhæfinga um kúnnalista og viðamikla njósnastarfsemi Epstein á eigin heimilum. Þá þykir mörgum undarlegt hversu efnaður Epstein virðist hafa verið en þrátt fyrir að hafa sýslað með fjármuni efnaðra einstaklinga og fjárfest töluvert sjálfur, segja sumir að það skýri ekki gríðarleg auðæfi hans; til að mynda fjölda heimila og einkaþotuna sem fékk viðurnefnið „Lolita Express“. Hvað segir Maxwell? Samsæriskenningarnar eru enn fleiri og mis-ótrúlegar en sumir hafa vakið athygli á því hversu upptekinn Epstein hafi verið af því að safna vísindamönnum í kringum sig. Hann bauð þeim heim til sín og hélt til að mynda ráðstefnu um þyngdarafl á eign sinni á Jómfrúareyjum árið 2006, þangað sem hann bauð 21 eðlisfræðingi. Þá gaf Epstein ríkulega til rannsókna og sagður hafa haft sérstakan áhuga á mannkynbótum. New York Times sagði árið 2019 að hann hefði haft hugmyndir um að gera fjölda kvenna óléttan á búgarði sínum í Nýju-Mexíkó til að dreifa erfðaefni sínu sem víðast. Enn aðrar samsæriskenningar ganga út á samband hans við Maxwell, sem er dóttir fjölmiðlamógúlsins Robert Maxwell. Maxwell eldri átti nokkur fjölmiðlafyrirtæki á Bretlandseyjum og var sagður hafa unnið fyrir MI6, KGB og Mossad. Maxwell yngri er nú aftur komin fram í sviðsljósið eftir að stjórnvöld vestanhafs tóku þá afdrifaríku ákvörðun að birta ekki Epstein-skjölin í heild sinni og var í gær yfirheyrð í Flórída af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Lögmaður hennar segir Maxwell hafa svarað öllum spurningum sem fyrir hana voru lagðar en andstæðingar Trump velta því nú fyrir sér hvort hún hyggist freista þess að fá 20 ára dóm sinn styttan með því að haga vitnisburði sínum Trump í hag. Mark Epstein, bróðir Jeffrey, er meðal þeirra sem halda því fram að síðarnefndi hafi verið myrtur og hann hefur haldið því staðfastlega fram að bróðir hans hafi „haft skít“ á forsetann. Ian Maxwell, bróðir Ghislaine Maxwell, hefur tjáð fjölmiðlum að systir hans hafi verið að safna saman nýjum sönnunargögnum en engar sögur fara af því hver þau gætu verið. Að minnsta kosti 300 gígabæti af gögnum Það er óhætt að segja að Epstein-málið sé langt frá því að verða kveðið niður, þrátt fyrir tilraunir Trump og samstarfsmanna hans til að beina athyglinni annað. Ein af þeim hefur snúist um það að hóta rannsókn og mögulegum ákærum á hendur Barack Obama, fyrrverandi forseta, vegna meintra valdaránstilrauna en fregnir af þeim tilburðum hafa allt að því drukknað í flóði afhjúpana um tengsl Trump við Epstein og áköllum þingmanna og annarra eftir birtingu Epstein-skjalanna. Nefndarmenn eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ákváðu í vikunni að stefna dómsmálaráðuneytinu til að gera gögnin opinber. Þrír þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði með Demókrötum í málinu. Þá hefur Maxwell verið stefnt fyrir nefndina 11. ágúst næstkomandi. Umfang Epstein-skjalanna svokölluðu er óljóst en samkvæmt minnisblaði dómsmálaráðuneytisins fundust að minnsta kosti 300 gígabæti af gögnum við leit í tölvukerfum, á hörðum diskum og á pappír. Þeirra á meðal eru sögð hafa verið myndir og myndskeið af Epstein og þolendum hans, sem sumir hafi verið ólögráða, og yfir 10 þúsund myndir og myndskeið af barnaníð og öðru klámefni. Samkvæmt minnisblaðinu hefur hluti gagnanna verið innsiglaður af dómstólum og þá er því haldið fram að það gæti verið afar erfitt að birta þau gögn sem liggja fyrir, þar sem persónuupplýsingar allt að þúsund þolenda Epstein séu á víð og dreif í þeim. Hvað varðar mentan „kúnnalista“ hefur rannsóknarblaðamaðurinn Julie K. Brown, sem starfar fyrir Miami Herald, sagt að tilvist hans sé uppspuni, sem sennilega megi rekja til frásagna af skrá yfir tengiliði sem Maxwell tók saman fyrir Epstein. Wall Street Journal greindi frá því í vikunni að dómsmálaráðuneytið hefði upplýst Trump um það á vormánuðum að nafn hans væri að finna á mörgum stöðum í Epstein-gögnunum. Forsetinn og talsmenn hans hafa hins vegar gert sem minnst úr tengslum mannanna, þrátt fyrir vísbendingar um að þeir hafi verið nokkuð nánir um tíma, og ítrekað að Trump hafi slitið á tengslin löngu áður en upp komst um glæpi Epstein. Fjöldi fólks, meðal annars hans eigin stuðningsmenn, virðast fullir efasemda og ólíklegt að forsetinn nái að komast undan skugga fyrrverandi félaga síns fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Epstein var fjarverandi þegar Trump gekk inn og fann fyrir stúlku, starfsmann Epstein. Henni þótti nærvera hans óþægileg, sérstaklega hvernig hann starði á fótleggina á henni. Sem betur fer kom yfirmaður hennar fljótlega og sagði að nei, hún væri ekki fyrir Trump. Þannig lýsti Maria Farmer kynnum sínum af Trump þegar hún leitaði til lögreglu árið 1996 og aftur árið 2006, vegna kynferðisbrota sem hún sagði Epstein og samstarfskonu hans og stundum kærustu, Ghislaine Maxwell, hafa framið gegn sér. Farmer greindi lögregluyfirvöldum í New York frá reynslu sinni og síðar Alríkislögreglunni og hvatti rannsakendurna til að athuga einnig með einstaklinga tengda Epstein, til að mynda Donald Trump og Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Frá þessu segir New York Times, sem gerir því skóna að frásagnir á borð við þessa séu meðal þess efnis í hinum svokölluðu Epstein-skjölum sem gæti komið sér afar illa fyrir Trump. Voru mögulegir samverkamenn rannsakaðir? Farmer hefur verið skýr varðandi það að hún veit ekki til þess að aðrir en Epstein og Maxwell hafi brotið gegn ungum stúlkum. En ljóst er að hinar ýmsu rannsóknir á Epstein í gegnum tíðina hafa orðið uppspretta gríðarmikils gagnasafns, sem flokkssystkini Trump deila nú um hvort á að gera opinbert. Að sögn Farmer hefur hún oft velt því fyrir sér hvort yfirvöld rannsökuðu tengsl Epstein og Trump, sem virðast hafa verið kunningjar, ef ekki vinir, á tímabili. Hún og systir hennar, Annie Farmer, voru fyrstar til að leita til lögreglu vegna Epstein og Maxwell. Farmer segir parið hafa ráðist á hana og káfað á henni á heimili Epstein í Ohio, þegar hún starfaði fyrir athafnamanninn við að kaupa listaverk og hafa umsjón með „umferð“ stúlkna, kvenna og frægra einstaklinga á heimili hans í New York. Annie, yngri systir Mariu, bar vitni við réttarhöldin yfir Maxwell árið 2021, þar sem síðarnefnda var sökuð um og dæmd fyrir að hafa séð Epstein fyrir fórnarlömbum og tekið þátt í kynferðisbrotum hans. Lýsti Annie því meðal annars hvernig Maxwell hefði nuddað á henni ber brjóstin á enn öðru heimili Epstein í Nýju-Mexíkó. Sjálf ræddi Annie við BBC á dögunum og sagði Epstein-málið hafa verið misnotað í pólitískum tilgangi. Mikið hefði verið fjallað um brotamennina og þeir fengið mikla athygli, án þess að tekið væri tillit til þolendanna. Henni þætti hún hafa verið notuð. „Þetta hefur verið tilfinningalegur rússíbani fyrir þá sem eiga hlut að málinu,“ segir hún. Hún vonaðist til þess að gögn málsins yrðu birt. Milli steins og sleggju Eins og fyrr segir standa nú harðar deilur um birtingu þeirra gagna sem yfirvöld hafa safnað saman og framleitt í tengslum við rannsóknirna á Epstein. Trump og stuðningsmenn hans lögðu mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að ýmis gögn sem „Washington-elítan“ hefði setið á yrðu gerð opinber. Þá var á sama tíma gefið í skyn að með birtingunni yrði flett ofan af megnri spillingu. Nú hafa gögn tengd morðunum á John F. Kennedy og Martin Luther King verið birt en lítið nýtt í þeim að finna. Þá höfnuðu stjórnvöld því á dögunum að opinbera fleiri gögn í Epstein-málinu og dómsmálaráðherrann Pam Bondi varð tvísaga, þegar hún sagði engan kúnnalista Epstein til en hún hafði áður sagt hann liggja á sínu borði. Trump hefur sjálfur sagst leggja blessun sína yfir birtingu þeirra gagna sem mögulegt sé að birta en Demókratar og sumir stuðningsmenn Trump hafa kallað eftir því að allt verði birt, enda sé það eina leiðin til að fá allt upp á yfirborðið og upplýsa málið. Forsetinn er raunar í nokkuð erfiðri stöðu gagnvart MAGA-armi Repúblikanaflokksins, eftir að hafa tekið undir samsæriskenningar um barnaníðingahring og gjörspillta „fenjabúa“ í Washington. Þannig er hætt við að þeir sem trúa því einlægt að eitthvað sé rotið í Danaveldi, jafnvel meira en þeir trúa á Trump sjálfan, muni snúast gegn foringjanum ef þeir telja hann hafa eitthvað að fela. Gjöful uppspretta samsæriskenninga Epstein-málið er umfangsmikið og flókið og angar þess hafa vakið upp margar spurningar og samsæriskenningar. Eftir rannsókn Alríkislögreglunnar árið 2006 samþykkti Epstein til að mynda að játa á sig tvö brot til að sleppa við alríkisákærur en saksóknarinn í málinu, Alexander Acosta, greindi seinna frá því að hann hefði gert samkomulagið við Epstein eftir að hafa verið sagt að afhafnamaðurinn tilheyrði leyniþjónustusamfélaginu og að hann ætti að „láta málið vera“. Samkomulagið hljóðaði upp á átján mánaða fangelsi, að Epstein færi á skrá yfir kynferðisbrotamenn og að hann greiddi yfir 30 þolendum bætur. Málið var innsiglað í kjölfarið og að því er virðist horfið frá frekari rannsóknum á Epstein og mögulegum samverkamönnum hans. Epstein var ákærður á ný árið 2019 og sakaður um mansal og kynferðisbrot, meðal annars gegn stúlkum undir lögaldri. Málið gegn honum rataði þó aldrei alla leið fyrir dómi, þar sem Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í ágúst sama ár. Yfirvöld segja Epstein hafa framið sjálfsvíg en dauði hans var olía á eld samsæriskenningasmiða, ekki síst í ljósi áðurnefndra meintra tengsla við leyniþjónustuna, vináttu Epstein og fjölda valdamikilla og þekktra einstaklinga, og staðhæfinga um kúnnalista og viðamikla njósnastarfsemi Epstein á eigin heimilum. Þá þykir mörgum undarlegt hversu efnaður Epstein virðist hafa verið en þrátt fyrir að hafa sýslað með fjármuni efnaðra einstaklinga og fjárfest töluvert sjálfur, segja sumir að það skýri ekki gríðarleg auðæfi hans; til að mynda fjölda heimila og einkaþotuna sem fékk viðurnefnið „Lolita Express“. Hvað segir Maxwell? Samsæriskenningarnar eru enn fleiri og mis-ótrúlegar en sumir hafa vakið athygli á því hversu upptekinn Epstein hafi verið af því að safna vísindamönnum í kringum sig. Hann bauð þeim heim til sín og hélt til að mynda ráðstefnu um þyngdarafl á eign sinni á Jómfrúareyjum árið 2006, þangað sem hann bauð 21 eðlisfræðingi. Þá gaf Epstein ríkulega til rannsókna og sagður hafa haft sérstakan áhuga á mannkynbótum. New York Times sagði árið 2019 að hann hefði haft hugmyndir um að gera fjölda kvenna óléttan á búgarði sínum í Nýju-Mexíkó til að dreifa erfðaefni sínu sem víðast. Enn aðrar samsæriskenningar ganga út á samband hans við Maxwell, sem er dóttir fjölmiðlamógúlsins Robert Maxwell. Maxwell eldri átti nokkur fjölmiðlafyrirtæki á Bretlandseyjum og var sagður hafa unnið fyrir MI6, KGB og Mossad. Maxwell yngri er nú aftur komin fram í sviðsljósið eftir að stjórnvöld vestanhafs tóku þá afdrifaríku ákvörðun að birta ekki Epstein-skjölin í heild sinni og var í gær yfirheyrð í Flórída af starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Lögmaður hennar segir Maxwell hafa svarað öllum spurningum sem fyrir hana voru lagðar en andstæðingar Trump velta því nú fyrir sér hvort hún hyggist freista þess að fá 20 ára dóm sinn styttan með því að haga vitnisburði sínum Trump í hag. Mark Epstein, bróðir Jeffrey, er meðal þeirra sem halda því fram að síðarnefndi hafi verið myrtur og hann hefur haldið því staðfastlega fram að bróðir hans hafi „haft skít“ á forsetann. Ian Maxwell, bróðir Ghislaine Maxwell, hefur tjáð fjölmiðlum að systir hans hafi verið að safna saman nýjum sönnunargögnum en engar sögur fara af því hver þau gætu verið. Að minnsta kosti 300 gígabæti af gögnum Það er óhætt að segja að Epstein-málið sé langt frá því að verða kveðið niður, þrátt fyrir tilraunir Trump og samstarfsmanna hans til að beina athyglinni annað. Ein af þeim hefur snúist um það að hóta rannsókn og mögulegum ákærum á hendur Barack Obama, fyrrverandi forseta, vegna meintra valdaránstilrauna en fregnir af þeim tilburðum hafa allt að því drukknað í flóði afhjúpana um tengsl Trump við Epstein og áköllum þingmanna og annarra eftir birtingu Epstein-skjalanna. Nefndarmenn eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings ákváðu í vikunni að stefna dómsmálaráðuneytinu til að gera gögnin opinber. Þrír þingmenn Repúblikana greiddu atkvæði með Demókrötum í málinu. Þá hefur Maxwell verið stefnt fyrir nefndina 11. ágúst næstkomandi. Umfang Epstein-skjalanna svokölluðu er óljóst en samkvæmt minnisblaði dómsmálaráðuneytisins fundust að minnsta kosti 300 gígabæti af gögnum við leit í tölvukerfum, á hörðum diskum og á pappír. Þeirra á meðal eru sögð hafa verið myndir og myndskeið af Epstein og þolendum hans, sem sumir hafi verið ólögráða, og yfir 10 þúsund myndir og myndskeið af barnaníð og öðru klámefni. Samkvæmt minnisblaðinu hefur hluti gagnanna verið innsiglaður af dómstólum og þá er því haldið fram að það gæti verið afar erfitt að birta þau gögn sem liggja fyrir, þar sem persónuupplýsingar allt að þúsund þolenda Epstein séu á víð og dreif í þeim. Hvað varðar mentan „kúnnalista“ hefur rannsóknarblaðamaðurinn Julie K. Brown, sem starfar fyrir Miami Herald, sagt að tilvist hans sé uppspuni, sem sennilega megi rekja til frásagna af skrá yfir tengiliði sem Maxwell tók saman fyrir Epstein. Wall Street Journal greindi frá því í vikunni að dómsmálaráðuneytið hefði upplýst Trump um það á vormánuðum að nafn hans væri að finna á mörgum stöðum í Epstein-gögnunum. Forsetinn og talsmenn hans hafa hins vegar gert sem minnst úr tengslum mannanna, þrátt fyrir vísbendingar um að þeir hafi verið nokkuð nánir um tíma, og ítrekað að Trump hafi slitið á tengslin löngu áður en upp komst um glæpi Epstein. Fjöldi fólks, meðal annars hans eigin stuðningsmenn, virðast fullir efasemda og ólíklegt að forsetinn nái að komast undan skugga fyrrverandi félaga síns fyrr en öll kurl eru komin til grafar.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent