Innlent

Frækilegur sigur Björns

Björn Þorfinnsson
Björn Þorfinnsson



FIDE-meistarinn Björn Þorfinnsson (2344) gerði sér lítið fyrir og sigraði stigahæsta keppanda Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins Yue Wang frá Kína (2698) örugglega í fyrstu umferð Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld. Um er að ræða einn stigahæsta skákmann sem Íslendingur hefur unnið.

Aðrir Íslendingar gerðu það einnig gott í fyrstu umferð. Hinn 16 ára gamli Helgi Brynjarsson (1914) sigraði pólsku skákkonuna og alþjóðlega meistarann Jönu Jackova (2375). Fide-meistarinn Snorri G. Bergsson

(2333) gerði jafntefli við þýska stórmeistarann George Meier (2570) og Atli Freyr Kristjánsson (2019) gerði jafntefli við úkraínska undarabarnið Illya Nyzhnik (2405). Þá gerði Arnar Þorsteinsson (2255) jafntefli við stórmeistarann Luis Galego (2529).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×