Erlent

Reynt að róa ástandið við landamæri Kólombíu

Þjóðarleiðtogar í Suður-Ameríku reyna nú að róa ástandið sem skapast hefur í samskiptum Kólómbíu við Ekvador og Venesúela.

Hefur verið boðað til neyðarfundar um málið í Samtökum Suður-Ameríkuríkja. Ástandinu hefur verið líkt við púðurtunnu sem gæti sprungið í loft upp hvenær sem er.

Bæði Ekvador og Venesúela hafa slitið öllu stjórnmálasambandi sínu við Kólómbíu og sent herlið að landamærum landsins. Kólómbía aftur á móti sakar löndin tvö um að styðja við bakið á Farc-skæruliðasamtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×