Erlent

Hægt að sigla á pólinn í sumar

Norskur heimskautafræðingur spáir siglingum á norðurpólinn. nordicphotos/afp
Norskur heimskautafræðingur spáir siglingum á norðurpólinn. nordicphotos/afp
Verði sumarið í ár álíka hlýtt á norðurheimskautssvæðinu og það var í fyrra er útlit fyrir að hægt verði að sigla skemmtiferðaskipi í fyrsta sinn alla leið á Norðurpólinn. Þetta hefur norska blaðið Aftenposten eftir Olav Orheim, fyrrverandi yfirmanni norsku heimskautarannsóknastofnunarinnar í Tromsö.

„Það er ekki svo að Norður-Íshaf verði alveg íslaust. En verði sumarið í ár álíka hlýtt og í fyrra verður það trúlega íslaust alveg frá Síberíu norður að pólnum,“ segir Orheim. Að hans mati eru það samanlögð áhrif loftslagshlýnunar af mannavöldum og hlýrra sumra sem valda hinni hröðu ísbráðnun. - aa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×