Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 10:18 Kári Stefánsson hefur beðist afsökunar á ummælunum. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi lyfjarisans Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, ber af sér sakir Kára Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra, um njósnir á starfsmönnum fyrirtækisins. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári. Íslensk erfðagreining Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári.
Íslensk erfðagreining Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira