Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 10:18 Kári Stefánsson hefur beðist afsökunar á ummælunum. Vísir/Vilhelm Upplýsingafulltrúi lyfjarisans Amgen, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, ber af sér sakir Kára Stefánssonar, fyrrverandi forstjóra, um njósnir á starfsmönnum fyrirtækisins. Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári. Íslensk erfðagreining Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Kári Stefánsson var gestur í bókaklúbbi Spursmála á Morgunblaðinu. Viðfangsefni þáttarins var bókin 1984 eftir George Orwell þar sem stanslaust eftirlit og ofríki Stóra bróðurs eru jú meginþemu. Sagði Amgen-búnað hljóðnema Í þættinum rekur hann söguna af því þegar Amgen krafðist þess að allir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar væru með fartölvu sem þeir útvega. Hann hafi spurt hvaða eiginleika þessar Amgen-tölvur hefðu umfram aðrar tölvur en ekki borist svör. Þá gaf hann það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til njósna á starfsfólki. „Þetta eru tölvur sem eru með njósnabúnaði. Þetta eru tölvur sem eru með „spyware.“ Og þetta eru ekki bara tölvur, þetta eru míkrafónar. Það er hægt að hlusta á allt sem talað er í kringum þessar tölvur. Og þá geta menn sagt, er þetta ekki bara sjálfsagt, þetta er tæki sem þeir nota við vinnu sína í vinnunni. Er eitthvað sem á sér stað í vinnunni sem fyrirtækið má ekki vita um og svarið við því er auðvitað nei. Auðvitað eiga þeir að fá að vita um allt. En þarna ertu kominn alveg upp að línunni,“ sagði hann. Neita njósnum Fréttastofa bar ummæli Kára undir Amgen og barst í gærkvöldi skriflegt svar frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hefur Amgen komið fyrir njósnahugbúnaði í tölvur starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar og stundar Amgen njósnir á starfsfólki sínu? Svar Amgen var skorinort: „Nei, það gerum við ekki.“ Misheppnaðar gríntilraunir Kári dró sjálfur ummæli sín til baka í aðsendri grein á Vísi. Hann sagði ásakanir sínar um njósnir „misheppnaðar tilraunir [...] til þess að vera fyndinn.“ „Það var óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt í annars góðum samræðum að gefa það í skyn að Amgen gæti notað tölvurnar til þess að njósna. Ég hef ekkert í höndunum sem bendir til þess að Amgen hafi notað tölvurnar til þess að njósna eða hafi slíkt í huga og ég er handviss um að þeir standi í þeirri trú að svona tölva geri jafnvel kótiletturnar betri á bragið,“ skrifaði Kári.
Íslensk erfðagreining Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira