Innlent

Íslendingar og Íranar hyggja á nánara samstarf

Grétar Már Sigurðsson.
Grétar Már Sigurðsson.

Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins hitti Manouchehr Mottaki utanríkisráðherra Írans í Teheran í gær. Íranskir miðlar greina frá fundinum og þar sagði ráðherrann meðal annars að sjálfstæð stefna Íslands gerði það kleift að efla tvíhliða samskipti ríkjanna. Mottaki sagði ýmsa möguleika á samstarfi ríkjanna og þar nefndi hann bifreiðaframleiðslu og stíflugerð sérstaklega.

Grétar sagði á fundinum að tvíhliða tengls á borð við þau sem rætt hefði verið um á fundinum væru Íslandi mikilvæg og bætti hann því við að Íslendingar hefðu haft gott samband við íslamska lýðveldið í Íran. Grétar sagði einnig að möguleikar á nánara samstarfi væru gríðarlegir og hann sagðist vona að það samstarf muni aukast á næstunni, báðum ríkjum til heilla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×