Innlent

Keflavíkurflugvöllur á kafi

Frá bílastæðinu við Leifsstöð
Frá bílastæðinu við Leifsstöð Mynd/ AJ

Það snjóaði gríðarlega mikið á Suðurnesjum um helgina. Farþegum sem voru að koma heim frá útlöndum og ferðuðust um Leifsstöð hefur sjálfsagt brugðið þegar þeir komu að bílum sínum snævi þöktum í gær.

Að sögn starfsmanna Securitas, sem sér um að geyma bíla fyrir farþega, er fjöldinn í bifreiðageymslunni svo mikill að ekki er nokkur leið til að skafa af öllum bílunum. Að sögn starfsmanna Securitas er þó ævinlega mikil stemning í og við Leifsstöð en starfsmennirnir vildu koma þeirri ábendingu áleiðis til farþega að þeir ferðuðust ekki um á lakkskóm í þeirri færð sem nú er úti.

Að sögn Sigurðar Ragnarssonar veðurfræðings hjá 365 miðlum, er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á morgun, einkum á Suður- og Vesturlandi, en þar verður snjókoma og slydda fyrri hluta dagsins en mikil rigning þegar líður á kvöldið. Á miðvikudag verður svo hitastigið komið undir frostmark aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×