Innlent

Nemandinn í Mýrarhúsaskóla var á flótta undan einelti

Móðir nemendans í Mýrarhúsaskóla sem greint var frá í fréttum Vísi í gær segir að dóttir sín hafi verið að flýja einelti frá öðrum nemendum í bekk sínum þegar hún óvart slasaði kennara sinn.

Eins og fram kemur í fréttinni hefur kennari við skólann stefnt Seltjarnarnesbæ og móðurinni vegna slyssins sem varð árið 2005.

Móðirin segir að dóttir sín hafi oft orðið fyrir einelti af hálfu bekkjarfélaga sinna á þessum tíma. Hún flúði undan þeim inn í vinnurými sem var inn af skólastofunni. Á rýminu var rennihurð sem stúlkan skellti á eftir sér með þeim afleiðingum að hurðin lenti á höfði kennarans.

Móðir segir að dóttir sín hafi alls ekki ætlað að slasa kennarann, þarna hefði verið um óhapp að ræða enda vissi hún ekki að kennarinn hafði stungið höfðinu inn um gættina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×